Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:57:36 (3537)

1999-12-20 12:57:36# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:57]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er alltaf jafnmerkilegt að hlusta á textaskýringar hv. 3. þm. Vestf. Það kom ekki fram í máli mínu, sem hann fullyrti í fyrra lið andsvars síns, að hér lægi fyrir afstaða mín. Ég var að benda á það, hv. þm., að hér ætti að ana út í framkvæmdina án umhverfismats, án þess að nokkurt tækifæri væri til þess að meta þau náttúruauðæfi sem munu verða eyðilögð. Þá er um óafturkræf náttúruspjöll að ræða. Þarf kannski að stafa það svo þingmaðurinn skilji?

Hvað varðar hitt þá var ég ekki að ræða um tillögur Samfylkingarinnar í byggðamálum, enda erum við að ræða tillögur stjórnarinnar í byggðamálum, ekki satt? (Gripið fram í: Stóriðju.) Og þar er um tvennt að velja, hv. þm.: Auðn eða álver.