Fundur í iðnn. með skipulagsstjóra ríkisins

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 20:04:35 (3572)

1999-12-20 20:04:35# 125. lþ. 50.93 fundur 244#B fundur í iðnn. með skipulagsstjóra ríkisins# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[20:04]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil lýsa undrun minni yfir framgöngu hv. stjórnarandstæðinga í þessum umræðum í upphafi fundar. Það mál er til umræðu sem þau gera að umfjöllunarefni undir liðnum um fundarstjórn forseta. Þeim er ekkert að vanbúnaði að koma sjónarmiðum sínum að um þetta mál í ræðum sínum undir dagskrármálinu. Ég tel að um sé að ræða misnotkun á þingsköpum að fara upp til að ræða efnislega um þetta mál, fullkomlega fráleit framkoma fyrir utan það að ekki eru bornar brigður á að það sé rétt sem haldið var fram að mikilvægar upplýsingar komu ekki fram í iðnn. Það er kjarni málsins.