Athugasemdir um álver á Reyðarfirði í skýrslu norska sendiherrans

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 10:45:41 (3607)

1999-12-21 10:45:41# 125. lþ. 51.91 fundur 248#B athugasemdir um álver á Reyðarfirði í skýrslu norska sendiherrans# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[10:45]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er réttilega bent á að þetta er íslensk ákvörðun en þetta snertir fleiri en Íslendinga eina. Þetta snertir erlenda samstarfsaðila, nú um stundir stórfyrirtækið Norsk Hydro. Menn vilja aðgreina ákvörðun um álver annars staðar og virkjun hins vegar. Staðreyndin er hins vegar sú að virkjunin er reist til þess eins að sjá einu álveri fyrir orku þannig að þetta er að sjálfsögðu samhangandi.

Þetta mál fjallar um viðskipti. Þetta mál fjallar um efnahagsmál. Byggðamál hefur nokkuð borið á góma í umræðunni hefði ég haldið og allt er þetta pólitík, það eru umhverfismálin líka. En síðan er það hæstv. umhvrh. sem gengur fram fyrir skjöldu og afsalar sér ábyrgð á þeim málaflokkum sem henni hefur verið treyst fyrir. Og ég spyr: Er það svona að hafa í hótunum við samstarfsaðila sem ríkisstjórnin kemur fram og er hér komin skýringin á því að þeir einir sem mæla þessu máli bót innan kerfisins, þeir einir sem gera það úr hópi hagfræðinga, koma frá stofnunum sem heyra undir ríkisstjórnina og eru undir járnhæl hennar, Landsvirkjun og stofnanir sem heyra sérstaklega undir iðnrn.? Er hér komin skýringin á því?

Nú er ríkisstjórnin að sýna sitt rétta andlit í þessu máli.