Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 10:52:58 (3611)

1999-12-21 10:52:58# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[10:52]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þar sem ég get ekki kvatt mér hljóðs um störf þingsins vegna tímatakmörkunar langar mig aðeins til að benda á að hæstv. umhvrh. ...

(Forseti (HBl): Hv. þm., umræðu um störf þingsins er lokið. Hv. þm. kvaddi sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta. Hv. þm. hóf ræðu sína með því að segja að honum væri ekki heimilt að taka til máls undir liðnum um störf þingsins þar sem hv. þm. hafi talað tvisvar. Þar með gerir hv. þm. ... (ÁRJ: Nei, hv. þm. hefur aðeins talað ...) Ja, ég bið afsökunar á því en hv. þm. hafði ekki kvatt sér hljóðs þær 20 mínútur sem umræðan stóð og hann hefur ekki heimild til að halda þeim umræðum áfram sem voru um störf þingsins.)

Herra forseti. Mér finnst mjög mikilvægt að forseti leyfi mér að segja hér nokkur orð. Ég tel það mjög mikilvægt að hæstv. umhvrh. leiðrétti þá við norsk stjórnvöld það sem kemur fram hjá sendiherranum í fréttum.

(Forseti (HBl): Ég ætla að biðja hv. þingmenn að virða þingsköp. Ég brást mjög vel við beiðni hv. þm. um að hér yrðu umræður um störf þingsins og hv. þingmenn þekkja þær reglur sem um það gilda. Það höfðu allir þingmenn tekið til máls um störf þingsins sem höfðu kvatt sér hljóðs. Hv. þm. hafði ekki gert það og það er ekki hægt að halda þessum umræðum áfram undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég hafði þegar tekið mál á dagskrá ...)

Herra forseti. Ég tek til greina athugasemdir forseta og vík því héðan úr ræðustólnum.