Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 14:16:19 (3629)

1999-12-21 14:16:19# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[14:16]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Við hv. þm. getum verið sammála um það sem ég lagði ríka áherslu á í ræðu minni, að ríkisstjórnin hefði gert ítrekaðar tilraunir til að stefna þessu máli í harðan hnút og skapa um málið ósætti eins og raun ber vitni.

Það kann vel að vera að hv. þm. hafi rétt fyrir sér, að þessi málatilbúnaður allur og umgjörð málsins verði til þess að lengra verði ekki haldið þó að málið verði samþykkt. En jafnmikla hættu tel ég á, svo ég endurtaki það sem ég sagði áðan, að ef ekki verði aðhafst þá versni ástandið.

Kjarni málsins er sá að að landsbyggðin og fólk í landinu hefur liðið fyrir gjörðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Nú er nóg komið. Ég segi: Þrátt fyrir þetta klúður ríkisstjórnarinnar í málinu þá vil ég ekki láta Austfirðinga né annað fólk á landsbyggðinni gjalda þess.