Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:20:18 (3635)

1999-12-21 15:20:18# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg skýrt og ég heyri að hv. þm. dregur það ekkert í efa að niðurstaða Orkustofnunar liggur fyrir að ef eigi að vera hægt að afhenda orkuna á tilsettum tíma þá þurfi að ráðast í þessar framkvæmdir í Fljótsdal.

Hitt er svo aftur annað mál að þarna er um virkjunarkost að ræða sem hefur mjög mikið verið skoðaður og Orkustofnun hefur verið að skoða en það er mjög mikill misskilningur hjá hv. þm. ef hann heldur að hægt sé að ljúka rannsóknum á tilteknum virkjunarkostum á sex árum, það er mjög mikill misskilningur. Ef Orkustofnun teldi sér fært að svara því afdráttarlaust að þarna væri kostur sem stæði til boða í staðinn fyrir Fljótsdalsvirkjun, þá hefði það verið gert. Hún treystir sér ekki til þess því að það hefur ekki verið rannsakað.

Hitt er annað mál og það ætla ég að benda á af því að hv. þm. spurði hvað ég hefði verið að gera. Orkustofnun hefur nú og hefur í minni tíð haft meiri fjármuni til að rannsaka virkjunarkosti en í mjög langan tíma áður.