Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:31:59 (3644)

1999-12-21 15:31:59# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:31]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Nú tíðkast aldeilis hin breiðu spjótin og hæstv. iðnrh. birtir okkur þá framtíðarsýn að ef við höldum ekki áfram við uppbyggingu orkufreks iðnaðar blasir ekkert annað við en atvinnuleysi, skattahækkanir, kjaraskerðing og ég man satt að segja ekki hvað fleira en allt var það heldur vont. Þess vegna langar mig að biðja hæstv. iðnrh. að svara því hvort það skiptir einhverju máli varðandi það sem við erum að fjalla um núna að hér er alfarið um innlenda fjárfestingu að ræða, bæði í virkjun og í verksmiðju?