Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:38:26 (3650)

1999-12-21 15:38:26# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:38]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins leiðrétta smámisskilning. Það var ekki trúin á ríkisstjórnina sem ég var að ræða heldur trú ríkisstjórnarinnar á þetta verkefni sem er þessi virkjun og að hún muni verða arðbær sem sum okkar efumst um og jafnvel virtustu hagfræðingar. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort sá samningur um orkuverð sem til stendur að gera og er fram undan muni koma til umfjöllunar í þinginu. Ég gat ekki skilið hæstv. ráðherra þannig að hann kæmi hingað til umfjöllunar. Ég spyr hæstv. ráðherra. Ef svo er ekki, er hann tilbúinn að láta koma til umfjöllunar þannig að þingmenn geti þá tekið afstöðu til þess hvort þessi samningur er þess eðlis að ástæða væri til þess að hafa trú á því að virkjunin muni verða arðvænleg.