Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 17:57:59 (3672)

1999-12-21 17:57:59# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[17:57]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Þessi breytingartillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar er tilraun til sáttargerðar í þessu viðkvæma deilumáli og með samþykkt hennar er skotið stoðum undir málsmeðferðina og tilraunir til að leiða saman ólík sjónarmið í málinu. Þótt lög kveði ekki á um nauðsyn mats af umhverfisáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjunar er skynsamlegt að fara þá leið málsins vegna. Með samþykkt tillögunnar kann að vera að einhverra mánaða töf verði á framkvæmdum en með jákvæðri afgreiðslu hennar er þó jafnframt tryggt að framkvæmdir munu ganga fram en um leið byggja á traustum grunni og fjölga til muna stuðningsmönnum virkjunaráforma. Ég segi já.