Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:19:05 (3691)

1999-12-21 18:19:05# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:19]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Við framkvæmd þessarar tillögu og undirbúning hennar er rangt að verki staðið. Verið er að storka framtíðarsýn þjóðarinnar og þeim reglum sem hún hefur sjálf sett sér í umgengni við náttúruauðlindir landsins. Náttúruperlur landsins eiga að njóta vafans. Það er afar ósanngjarnt og rangt að stilla þessu máli upp sem byggðamáli og stilla þannig landsbyggðinni upp gagnvart þeirri framtíðarsýn sem umhverfis- og náttúruvernd á að njóta. Ég segi nei.