Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:20:44 (3693)

1999-12-21 18:20:44# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:20]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Það eru nútímaleg vinnubrögð hins siðaða samfélags að beita leikreglum á borð við mat á umhverfisáhrifum, leikreglum sem settar eru á Alþingi af framsýnum þingmönnum sem voru að hegða sér á heimsins hátt til að tryggja að náttúran njóti vafans.

Ég hef haldið því fram, herra forseti, að lagaóvissa ríkti um þessar framkvæmdir og tel að úr þeim verði jafnvel ekki skorið nema fyrir dómstólum. Til stendur að fórna verðmætu votlendi óafturkræft fyrir ímyndaðan tímabundinn ávinning og í óþökk stórs hluta þjóðarinnar.

Herra forseti. Ég segi nei.