Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:22:45 (3695)

1999-12-21 18:22:45# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:22]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu að stjórnarmeirihlutinn treystir sér ekki til að styðja eðlilegan og nútímalegan farveg fyrir Fljótsdalsvirkjun þannig að fram fari lögformlegt umhverfismat. Staða landsbyggðarinnar er slík að lífsnauðsynlegt er að snúa við öfugþróun þeirra mála. Bygging álvers á Reyðarfirði er mál af þeim toga. Slíkar tilraunir get ég ekki annað en stutt. Ef ekki verður brugðist við fólksflutningum frá landsbyggðinni hér og nú verður illa við málið ráðið. Þrátt fyrir vankanta á málinu af hálfu ríkisstjórnar styð ég viðnámsaðgerðir af þessu tagi sem treysta byggð í landinu.

Herra forseti. Ég segi já.