Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:26:35 (3699)

1999-12-21 18:26:35# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:26]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stendur svo fávíslega að málum að ósætti og heift sundra þjóðinni. Þjóðkjörnum fulltrúum er neitað um tíma, neitað um rök, neitað um upplýsingar í afdrifaríku máli sem varðar náttúruauðæfi, svimandi fjárupphæðir og byggðir sem eiga í vök að verjst.

Tillaga um umhverfismat, sem hefði bætt úr þessu og rík krafa er um, hefur verið felld. Þjóðareining og sátt eru orðin tóm á Alþingi. Ég segi nei.