Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:30:17 (3703)

1999-12-21 18:30:17# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:30]

Valgerður Sverrisdóttir:

Herra forseti. Það er talað um að náttúran eigi að njóta vafans. Í mínum huga er ekki mikill vafi í þessu máli. Hins vegar eru færðar fórnir. Við fórnum landsvæði sem er engum gleðiefni. Það er hins vegar verjandi vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi. Skoðanakannanir hafa sýnt að stór hluti þjóðarinnar vill nýta vatnsorkuna sem er ein af okkar meginauðlindum. Þetta mál gengur út á að gera það. Þjóðarbúskapurinn og sérstaklega landsbyggðin þarf á þessum framkvæmdum að halda. Ég segi já.