Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:33:14 (3706)

1999-12-21 18:33:14# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:33]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Í umræðunni um virkjunarframkvæmdir á Fljótsdal hefur viðkvæðið af hálfu ríkisstjórnarinnar verið að minni hagsmunir verði að víkja fyrir meiri, náttúrunni verði að fórna fyrir efnahagslega hagsmuni sem séu í húfi. Nú hefur verið sýnt fram á að þetta er rökleysa. Hér er um að ræða fullkomið efnahagslegt glapræði.

En þessu máli er ekki lokið og ég vil vekja athygli á að hæstv. iðnrh. gaf mjög mikilvæga yfirlýsingu og skuldbindingu undir lok umræðunnar, þ.e. að ekki verði ráðist í virkjunarframkvæmdir eða neinar framkvæmdir sem þeim tengjast áður en allir samningar um hugsanlegt álver liggja fyrir. Þessari umræðu er ekki lokið. Hún er rétt að hefjast. Ef rétt og málefnalega verður að málum staðið og af dugnaði, þá verður Eyjabökkum þyrmt. Ég segi nei.