Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:36:01 (3708)

1999-12-21 18:36:01# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:36]

Árni Johnsen:

Herra forseti. Í bréfi til hv. alþingismanna fyrir nokkrum dögum frá svokölluðum ljóðahóp er vitnað í ljóð Hákons Aðalsteinssonar, ort á Eyjabökkum í haust leið.

\vskip 11.6pt plus 6pt minus 6pt
  • Heyr vorar bænir öræfaandi
  • óspilltra fjalla.
  • Gefðu oss mátt til að geyma þinn fjársjóð
  • um grundir og hjalla.
  • Laufgaðir bakkar, lágvaxinn gróður,
  • lindur sem kliða,
  • burkni í skoru, blóm í lautu
  • biðja sér griða.
  • \vskip 11.6pt plus 6pt minus 6pt

    Herra forseti. Það gengur ekki að raska tilveru óspilltra fjalla, grundum og hjalla. Hlusta verður á lindir sem kliða biðja sér griða.

    Herra forseti. Hjarta mitt slær með landinu sem náttúrubarni. Gagnkvæm virðing verður að ríkja í vinarþeli lands og þjóðar.

    Herra forseti. Það gengur ekki að samþykkja Fljótsdalsvirkjun og ýmsa aðra atvinnuskapandi möguleika nema manni þyki enn vænna um fólkið sitt en landið sjálft. Ég segi já.