Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:39:12 (3711)

1999-12-21 18:39:12# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:39]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þingflokkur Samfylkingarinnar er hlynntur því að lög verði sett sem heimila þjóðaratkvæðagreiðslu og auka þannig lýðræðislegan rétt fólksins í stórum málum sem snerta hag þegnanna og afkomu þjóðarinnar. Í þessu máli hefur lögformlegu umhverfismati verið hafnað. Fjárhagsgrundvöllur framkvæmdanna og arðsemi er líka í fullkominni óvissu. Málið er því vanbúið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Því greiði ég ekki atkvæði.