Byggðastofnun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 19:17:43 (3724)

1999-12-21 19:17:43# 125. lþ. 51.5 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[19:17]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því í máli hæstv. iðnrh. að hann nefndi einungis menntmrn. Ég vil vekja athygli á því að það eru rannsóknastofnanir undir landbrn. einnig, undir sjútvrn. og undir iðnrn. Vissulega eru líka rannsóknastofnunanir undir menntmrn.

Persónulega tel ég ekki ástæðu til þess og raunar rangt að flytja rannsóknastofnanir atvinnuveganna sem eru undir öðrum ráðuneytum, t.d. undir menntmrn. Ég tel það rangt, ef það hefur legið í orðum hæstv. iðnrh. Ég vil þó ekki leggja honum orð í munn.