Vitamál

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 19:34:09 (3730)

1999-12-21 19:34:09# 125. lþ. 51.7 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, Frsm. 1. minni hluta JB
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[19:34]

Frsm. 1. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason):

Herra forseti. Megintilgangur þessa frv. er að leggja gjald á smábátaeigendur. Það á að leggja gjald á smábátaeigendur til þess að greiða í rekstur á vita- og siglingabúnaði meðfram ströndum landsins. Þetta er grunnöryggisbúnaður sem íslenska ríkið á að vera stolt af að geta staðið undir og rekið sem grunn að öryggisþjónustu sinni. Það er algerlega gegn þeim hugmyndum og þeim hugsjónum sem við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði höfum að skattleggja með þessum hætti sjófarendur á litlum bátum meðfram ströndunum.

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs greiða því atkvæði gegn þessu frv. þó að aðrar greinar þess feli í sér margt gott sem vert væri að styðja en megintilgangur þessa frv. er aukin skattheimta á smábátaeigendur og því höfnum við.