Byggðastofnun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 21:13:11 (3744)

1999-12-21 21:13:11# 125. lþ. 51.5 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[21:13]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um hvort gera skuli frv. um Byggðastofnun, sem hefur verið til stuttrar umfjöllunar í Alþingi, að lögum. Eins og fram kom í máli mínu við bæði 1. og 2. umr. hef ég efasemdir um ýmis atriði í þessu frv. Allshn. komst að þverpólitískri niðurstöðu um afgreiðslu málsins og ég virði þá niðurstöðu.

Meginmarkmiðið er að unnið verði af krafti að byggðamálum og hin nýja Byggðastofnun og hinn nýi húsbóndi byggðamála, hæstv. iðnrh., snúi sér að því af afli að takast á við það sem allir, a.m.k. í orði, líta á sem stærsta vandamál íslensks þjóðarbúskapar í dag. Í trausti þess að skapast muni friður um störf Byggðastofnunar og sem minnst röskun verði um þær stjórnsýslubreytingar sem nú fara í hönd mun ég greiða frv. atkvæði mitt.