Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 83  —  83. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um útlán innlánsstofnana.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver hefur árleg þróun verið í útlánum banka og sparisjóða frá árinu 1995 til:
                  a.      einstaklinga,
                  b.      fyrirtækja?
     2.      Hve hátt hlutfall af útlánum til einstaklinga hefur farið til fasteignakaupa síðustu fimm ár, sundurliðað eftir árum, hjá eftirtöldum aðilum:
                  a.      bankastofnunum (sundurliðað eftir bönkum),
                  b.      sparisjóðum,
                  c.      Íbúðalánasjóði,
                  d.      lífeyrissjóðum?
     3.      Hve mikil voru þriggja mánaða og eldri vanskil einstaklinga við innlánsstofnanir síðustu þrjú ár, sundurliðað eftir stofnunum og árum?


Skriflegt svar óskast.