Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 86  —  86. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um barnabætur.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hver var heildarkostnaður ríkissjóðs að raungildi vegna barnabóta og barnabótaauka árlega síðustu tíu ár og hve margir fengu barnabætur á hverju ári?
     2.      Hvert er fyrirkomulag og skilyrði til barnabóta annars staðar á Norðurlöndum og hve háar eru slíkar greiðslur á ári með hverju barni samanborið við greiðslur hér á landi?
     3.      Hve mörg lönd innan OECD tekjutengja barnabætur og að hvaða aldursmörkum barna eru greiddar barnabætur?
     4.      Hvaða áform eru uppi um að draga úr tekjutengingu barnabóta og hvenær má ætla að þau komist til framkvæmda?
     5.      Telur ráðherra eðlilegt að greiða barnabætur til 18 ára aldurs barns við hækkun á sjálfræðisaldrinum og eru uppi áform um það?


Skriflegt svar óskast.