Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 131  —  45. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um eignir, skuldir og aflaverðmæti í sjávarútvegi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar hafa heildarskuldir sjávarútvegsins verið frá árinu 1989 á núgildandi verðlagi? Hvernig skiptast þessar skuldir á milli útgerðar og fiskvinnslu?
     2.      Hverjar voru heildareignir sjávarútvegsins á þessum árum, reiknaðar til núgildandi verðlags?
     3.      Hvert var eigið fé sjávarútvegsins á sama tíma á núgildandi verðlagi? Hvert var eiginfjárhlutfallið á þessum árum?
     4.      Hvert var heildaraflaverðmæti annars vegar og heildarútflutningsverðmæti hins vegar á sama tíma á núgildandi verðlagi?


    Svar við fyrirspurninni má lesa úr eftirfarandi töflum. Þó er ekki unnt að greina á milli skulda útgerðar og fiskvinnslu og eru tölurnar birtar fyrir greinina í heild. Tölur í töflum 1, 2 og 3 eru á verðlagi hvers árs. Til að fá samanburð á milli ára eru upplýsingar um afla- og útflutningsverðmæti settar í hlutfall við eignir og skuldir. Töflur 4 og 5 innihalda sömu upplýsingar og hinar þrjár fyrri en tölurnar í þeim hafa verið reiknaðar til verðlags ársins 1998, miðað við lánskjaravísitölu. Þegar tölulegar upplýsingar frá einu ári eru reiknaðar yfir á verðlag annars árs er afar erfitt að ákveða við hvaða vísitölu skuli miða. Það er t.d. ekki líklegt að verðmæti eigna í sjávarútvegi og útflutningsverðmæti hafi þróast eins og lánskjaravísitala. Því má aðeins líta á uppreikning sem þennan sem vísbendingu.

Tafla 1. Eignir, skuldir og eigið fé sjávarútvegsins árin 1989–98
á verðlagi hvers árs. Tölur frá 1997 og 1998 eru áætlaðar.


Eignir, millj. kr. Skuldir, millj. kr. Eigið fé, millj. kr. Eiginfjárhlutfall
1998 * 145.167
1997 176.866 125.930 50.936 28,8%
1996 156.666 116.091 40.575 25,9%
1995 122.041 93.573 28.468 23,3%
1994 116.459 95.646 20.813 17,9%
1993 116.839 101.816 15.023 12,9%
1992 110.610 94.445 16.165 14,6%
1991 112.890 93.947 18.943 16,8%
1990 102.355 86.983 15.372 15,0%
1989 95.775 88.003 7.772 8,1%
Heimildir: Seðlabanki Íslands, Þjóðhagsstofnun. * Upplýsingar vantar.

Tafla 2. Verðmæti sjávarafla, afli af öllum miðum, á verðlagi hvers árs.
Aflaverðmæti í hlutfalli við eignir og skuldir.


Aflaverðmæti, millj. kr. Aflaverðmæti í hlutfalli
við eignir
Aflaverðmæti í hlutfalli
við skuldir
1998 59.295 * 40,8%
1997 56.467 31,9% 44,8%
1996 57.396 36,6% 49,4%
1995 53.657 44,0% 57,3%
1994 51.767 44,5% 54,1%
1993 50.643 43,3% 49,7%
1992 48.318 43,7% 51,2%
1991 50.978 45,2% 54,3%
1990 47.535 46,4% 54,6%
1989 37.261 38,9% 42,3%
Heimildir: Fiskifélag Íslands, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands. * Upplýsingar vantar.


Tafla 3. Verðmæti útfluttra sjávarafurða árin 1989–98 á verðlagi hvers árs.
Útflutningsverðmæti í hlutfalli við eignir og skuldir.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða, millj. kr. Útflutningsverðmæti
í hlutfalli við eignir
Útflutningsverðmæti
í hlutfalli við skuldir
1998 101.031 * 69,6%
1997 95.567 54,0% 75,9%
1996 94.149 60,1% 81,1%
1995 85.759 70,3% 91,6%
1994 86.687 74,4% 90,6%
1993 76.092 65,1% 74,7%
1992 71.280 64,4% 75,5%
1991 74.576 66,1% 79,4%
1990 71.611 70,0% 82,3%
1989 58.306 60,9% 66,3%
Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands. * Upplýsingar vantar.

Tafla 4. Eignir, skuldir og eigið fé sjávarútvegsins árin 1989–98.
Verðlag lánskjaravísitölu 1998. Tölur frá 1997 og 1998 eru áætlaðar.


Eignir, millj. kr. Skuldir, millj. kr. Eigið fé, millj. kr. Eiginfjárhlutfall
1998 145.167
1997 179.135 127.546 51.590 28,8%
1996 161.698 119.820 41.878 25,9%
1995 128.780 98.740 30.040 23,3%
1994 124.922 102.597 22.326 17,9%
1993 126.829 110.521 16.307 12,9%
1992 123.844 105.745 18.099 14,6%
1991 128.215 106.701 21.515 16,8%
1990 125.558 106.701 18.857 15,0%
1989 126.642 116.365 10.277 8,1%
Heimildir: Seðlabanki Íslands, Þjóðhagsstofnun.


Tafla 5. Verðmæti sjávarafla af öllum miðum og útflutningsverðmæti sjávarafurða.
Verðlag lánskjaravísitölu 1998. Tölur frá 1998 eru áætlaðar.


Aflaverðmæti,
millj. kr.
Útflutningsverðmæti
sjávarafurða
1998 59.295 101.031
1997 57.192 96.793
1996 59.240 97.173
1995 56.620 90.494
1994 55.529 92.987
1993 54.973 82.598
1992 54.099 79.808
1991 57.898 84.700
1990 58.311 87.844
1989 49.270 77.097
Heimildir: Fiskifélag Íslands, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands.