Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 163  —  142. mál.
Fyrirspurntil dómsmálaráðherra um mannshvörf síðan 1944.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.     1.      Hversu mörg óupplýst mannshvörf, ef frá eru talin sjómanna, hafa orðið síðan 1944, sundurliðað eftir áratugum þegar fólkið hvarf?
     2.      Hve oft hefur lögreglan rannsakað mannshvörf sem hugsanleg sakamál (morðmál)?
     3.      Hve oft hefur lögreglan rannsakað mannshvörf vegna gruns um ólöglegt athæfi en látið mál niður falla?
     4.      Hve oft hafa dómstólar dæmt í málum þar sem um er að ræða óupplýst mannshvarf?


Skriflegt svar óskast.