Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 250  —  212. mál.
Fyrirspurntil samgönguráðherra um flutning eldsneytis á Reykjanesbraut.

Frá Hjálmari Árnasyni.     1.      Hversu margar ferðir hafa verið farnar árlega frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar með eldsneyti á flugvélar síðustu fimm árin?
     2.      Hversu mikið eldsneyti hefur verið flutt á ári hverju?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna slits á vegum er rekja má til þessara flutninga?
     4.      Hefur slysahætta á Reykjanesbraut vegna þessa verið metin?
     5.      Hefur verið gert umhverfismat með hliðsjón af hugsanlegum mengunaróhöppum, t.d. við vatnsból á Suðurnesjum, vegna þessara flutninga?


Skriflegt svar óskast.