Ferill 5. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 385  —  5. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur.    Við bætist ný grein er verði 2. gr., svohljóðandi:
    Í stað fjárhæðarinnar „30.176 kr.“ í lokamálslið 3. mgr. A-liðar 69. gr. laganna kemur: 50.176 kr.

Greinargerð.


    Með tillögunni er lagt til að sérstakar viðbótarbarnabætur sem nú eru greiddar til einstæðra foreldra með börnum umfram eitt, sé barnið yngra en sjö ára, verði hækkaðar um 20.000 kr. á ári. Fjöldi einstæðra foreldra sem fá viðbót vegna barna umfram eitt yngra en sjö ára er 1.927 og fá þeir hana vegna 2.247 barna. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyti mundi kostnaður við slíka hækkun nema um 45 millj. kr. á ári.Prentað upp á ný.