Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 431  —  57. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um vitamál.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helga Jóhannesson og Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti, Hermann Guðjónsson og Sigurberg Björnsson frá Siglingastofnun Íslands, Hafstein Hafsteinsson frá Landhelgisgæslu Íslands, Ólaf J. Briem frá Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða og Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda. Umsagnir um málið bárust frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Landhelgisgæslu Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, Landssambandi smábátaeigenda og Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða.
    Með frumvarpinu er lagt til að lagagrunni fyrir vitagjald verði breytt, en því er ætlað að standa straum af stofn- og rekstrarkostnaði Siglingastofnunar Íslands á leiðsögukerfi fyrir skip. Er lagt til að lagagrunnurinn verði styrktur á þann veg að hann uppfylli skilyrði stjórnarskárinnar um lagagrunn skattlagningarheimilda. Verði því fjárhæð gjaldsins tilgreind í lögunum sjálfum.
    Til að mæta auknum kostnaði við rekstur vita er lagt til í frumvarpinu að vitagjaldið verði látið ná til allra báta á skipaskrá. Gert er ráð fyrir að lágmarksgjald verði 64,70 kr. af hverju brúttótonni skips, en þó skuli þetta gjald aldrei vera lægra en 5.000 kr. Meiri hlutinn leggur til að lágmarksgjaldið verði lækkað í 3.000 kr. en á móti verði gjald fyrir hvert brúttótonn hækkað í 68,60 kr. Með því næst sama heildarhækkun vitagjalds.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við 7. gr. Í stað fjárhæðanna „64,70 kr.“ og „5.000 kr.“ í 2. mgr. komi: 68,60 kr., og: 3.000 kr.

    Jón Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. des. 1999.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.


Hjálmar Árnason.



Helga Guðrún Jónasdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.