Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 451  —  57. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um vitamál.

Frá 1. minni hluta samgöngunefndar.



    Í frumvarpi til laga um vitamál er að finna margt sem telja má til bóta í lagasetningu á þessu sviði. Hins vegar er 1. minni hluti algerlega andvígur 7. gr. frumvarpsins um vitagjald en þar er gert ráð fyrir að vitagjald verði innheimt af 1.600 bátum undir 10 tonnum sem áður voru undanþegnir gjaldinu. Það er álit 1. minni hluta að ríkissjóði sé skylt að veita grunnþjónustu í vitamálum, óháð tekjum, þar eð rekstur vita er nauðsynlegur til að tryggja öryggi sjófarenda. Þó að hér sé ekki um háar fjárhæðir að ræða lýsir 1. minni hluti sig algerlega andvígan lagasetningu um sérstakar álögur á þá sem stunda smábátaútgerð í landinu.

Alþingi, 16. des. 1999.



Jón Bjarnason.

























Prentað upp.