Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 484  —  4. mál.



Frumvarp til laga



um skattfrelsi norrænna verðlauna.

(Eftir 2. umr., 17. des.)

1. gr.

    Eftirtalin norræn verðlaun skulu undanþegin tekjuskatti og útsvari:
     1.      Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
     2.      Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
     3.      Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
     4.      Norrænu leikskáldaverðlaunin.
     5.      Nóbelsverðlaunin.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 13/1976, um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, með síðari breytingum.