Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 492  —  293. mál.



Skýrsla



samgönguráðherra um framkvæmd flugmálaáætlunar 1998.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN OG GJÖLD


1.1.     Flugmálaáætlun.
    Samkvæmt þingsályktun um flugmálaáætlun fyrir árið 1998 eru áætlaðar heildartekjur vegna flugmálaáætlunar ársins 582 millj. kr. sem skiptast þannig:

Flugvallagjald 540 millj. kr.
Eldsneytisgjald 20 millj. kr.
Umframtekjur frá fyrra ári 22 millj. kr.
Samtals 582 millj. kr.

    Sú breyting varð á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun, að frá og með júní 1998 var eldsneytisgjald af flugvélaeldsneyti fellt niður.
    Gjöld samkvæmt flugmálaáætlun ársins 1998 eru jafnframt 582 millj. kr. og skiptast á eftirfarandi hátt:

Til rekstrar flugvalla 167 millj. kr.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 42 millj. kr.
Reykjavíkurflugvöllur 29 millj. kr.
Aðrir flugvellir o.fl. 344 millj. kr.
Samtals 582 millj. kr.

     Tekjur. Heildartekjur ársins 1998 urðu í raun 582 millj. kr., sama upphæð og áætlunin gerði ráð fyrir, en í áætluninni voru umframtekjur frá fyrra ári 22 millj. kr. þannig að í reynd eru tekjur umfram áætlun ársins 22 millj. kr.
    Þegar borin er saman áætlun og rauntekjur ársins 1998 af þeim tveimur tekjustofnum sem flugmálaáætlun hefur kemur fram eftirfarandi:

Tafla 1. Samanburður á áætlun og tekjum (millj. kr.).
Áætlun Rauntekjur Breyting
Flugvallagjald 540 565 4,6%
Eldsneytisgjald 20 17 -15,0%
Samtals 560 582 3,9%

    Samkvæmt framanskráðu varð 3,9% raunaukning á tekjum flugmálaáætlunar árið 1998.
    Eftirfarandi tafla og mynd sýna þróun tekna flugmálaáætlunar milli áranna 1995 og 1998:

Tafla 2. Þróun tekna flugmálaáætlunar 1995–98 (þús. kr.).
1995 1996 1997 1998
Flugvallagjald, utanlandsflug 353.044 439.759 435.991 495.370
Flugvallagjald, innanlandsflug 54.904 60.443 62.332 69.515
Eldsneytisskattur 42.978 52.792 51.793 16.927
Samtals 450.926 552.994 550.116 581.812

Mynd 1. Tekjur flugmálaáætlunarinnar 1995–98 (þús.kr.).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Þegar skoðuð er dreifing tekna af flugvallagjaldi ársins 1998 eftir mánuðum í innanlandsflugi annars vegar og utanlandsflugi hins vegar kemur fram eftirfarandi:

Mynd 2. Dreifing tekna af flugvallagjaldi eftir mánuðum (þús. kr.).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Flugfarþegar greiða flugvallagjöldin og má því einnig sjá dreifingu farþega af þessu súluriti. Eins og fram kemur voru farþegar í innanlandsflugi flestir í júlí, en utanlandsflugi í ágúst.
    Súluritið sýnir einnig glöggt hve lítill hluti tekna af flugvallagjaldi kemur frá innanlandsfluginu.
    Eins og áður er getið var eldsneytisgjald af flugvélaeldsneyti fellt niður frá og með 1. júní 1998, sbr. lög nr. 56/1998, um breyting á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, til þess að jafna samkeppnisskilyrði í flugi.

Mynd 3. Tekjur flugmálaáætlunar af eldsneytisgjaldi 1995–98 (þús. kr.).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     Gjöld. Útgjöld vegna flugmálaáætlunar ársins 1998 voru eftirfarandi:

Tafla 3. Útgjöld flugmálaáætlunar 1998 (millj. kr.).
Áætlun Útgjöld Breyting
Til rekstrar 167 167 0,0%
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 42 42 0,0%
Reykjavík, framkvæmdakostnaður 29 14 -51,7%
Aðrir flugvellir o.fl. 344 338 -1,7%
Samtals 582 561 -3,6%

    Skýringar á útgjöldum koma fram í næsta kafla um skiptingu útgjalda.

2. SKIPTING ÚTGJALDA

    Á árinu 1998 urðu útgjöld vegna flugmálaáætlunarinnar þannig að til framkvæmda á innanlandsflugvöllum var varið 204 millj. kr., eða um 36%. Til reksturs flugvalla fóru 167 millj. kr., eða tæp 30%. Flugstöð Leifs Eiríkssonar fékk 42 millj. kr. af flugmálaáætluninni, eða 7,5%. Til flugumferðar- og flugleiðsögubúnaðar var varið 93 millj. kr., eða 16,6%, og í tækjakaup fóru 36 millj. kr., eða 6,5%. 19 millj. kr. var svo varið í ýmis önnur verkefni, svo sem til annarra flugvalla og lendingarstaða og í stjórnunarkostnað.
    Eftirfarandi töflur sýna útgjöld flugmálaáætlunar eftir verkefnaflokkum annars vegar og umdæmum hins vegar:

Tafla 4. Skipting útgjalda 1998 eftir verkefnaflokkum (millj. kr.).
Verkefnaflokkar Til framkvæmda Framkvæmda- kostnaður Hlutfall
Flugbrautir og hlöð 67,3 53,8 9,6%
Byggingar 92,2 86,0 15,3%
Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 66,0 64,0 11,4%
Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður 120,7 93,0 16,6%
Annar kostnaður 73,3 55,3 9,8%
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 42,0 42,0 7,5%
Til reksturs flugvalla 167,0 167,0 29,8%
Samtals 628,5 561,1 100,0%

Tafla 5. Skipting útgjalda 1998 eftir umdæmum (millj. kr.).
Umdæmi og verkefni Til framkvæmda Framkvæmda- kostnaður Hlutfall
Umdæmi 1, Suður- og Vesturland 24,4 12,2 2,2%
Umdæmi 2, Vestfirðir 78 79,3 14,1%
Umdæmi 3, Norðurland 64,3 69,4 12,4%
Umdæmi 4, Austurland 28,7 29,1 5,2%
Reykjavík 30,1 13,8 2,4%
Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður 120,7 93,0 16,6%
Annar kostnaður 73,3 55,3 9,8%
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 42,0 42,0 7,5%
Til reksturs flugvalla 167,0 167,0 29,8%
Samtals 628,5 561,1 100,0%

3. FLOKKUN FLUGVALLA OG ÞRÓUN FLUTNINGA


    Samkvæmt núgildandi þingsályktun um flugmálaáætlun eru áætlunarflugvellir flokkaðir eftir því hve miklir flutningar eru um flugvellina, þ.e. samanlagður meðalþungi farþega og farangurs ásamt vörum og pósti. Áætlunarflugvellirnir eru flokkaðir á eftirfarandi hátt:

Tafla 6. Flokkun áætlunarflugvalla.
Áætlunarflugvellir I Áætlunarflugvellir II Áætlunarflugvellir III
    Reykjavík     Bíldudalur     Mývatn
    Akureyri     Siglufjörður     Hólmavík
    Vestmannaeyjar     Patreksfjörður     Raufarhöfn
    Egilsstaðir     Vopnafjörður     Gjögur
    Ísafjörður     Grímsey     Kópasker
    Hornafjörður     Þingeyri
    Húsavík     Þórshöfn
    Sauðárkrókur

    Á undanförnum árum hefur áætlunarflugvöllum fækkað verulega. Frá því að núgildandi þingsályktun um flugmálaáætlun var samþykkt hefur áætlunarflugi til Hólmavíkur, Raufarhafnar og Kópaskers verið hætt. Við endurskoðun á flugmálaáætlun hefur sú regla gilt að þeir flugvellir sem hætt hefur verið áætlunarflugi til flokkist undir þjónustuflugvelli.
    Þingeyrarflugvöllur er varaþjónustuflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll og er því ekki beinlínis skilgreindur sem áætlunarflugvöllur.
    Nú eru áætlunarflugvellir í innanlandsflugi 16 talsins en fyrir níu árum voru þeir 31. Þeim hefur því fækkað um tæp 50% samhliða því sem farþegum sem fara um áætlunarflugvellina hefur fjölgað um 31,5%, sjá eftirfarandi töflu og súlurit:

Tafla 7. Áætlunarflugvellir, farþegaflutningar.
Flugvellir 1990 Hlutfall 1998 Hlutfall Breyting
Áætlunarflugvellir I 641.097 92,0% 890.101 97,1% 38,8%
Áætlunarflugvellir II 24.296 3,5% 19.372 2,1% -20,3%
Áætlunarflugvellir III 9.786 1,4% 7.423 0,8% -24,1%
Fyrrverandi áætlunarflugvellir 21.820 3,1% 0 0,0%
Samtals 696.999 100,0% 916.896 100,0% 31,5%

    Eins og taflan sýnir fóru 97,1% af farþegaflutningum á árinu 1998 um áætlunarflugvelli í flokki I. Þegar skoðaðir eru farþegaflutningar sem fóru um fimm stærstu innanlandsflugvellina á árinu 1998, þ.e. Reykjavíkur-, Akureyrar-, Vestmannaeyja-, Egilsstaða- og Ísafjarðarflugvelli, kemur í ljós að 834.432 farþegar fóru um þessa flugvelli, eða 91% af heildarfarþegaflutningunum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 5.
Heildarfarþegaflutningur 1990–98.
(Keflavíkurflugvöllur ekki meðtalinn, Bakkaflugvöllur meðtalinn árið 1998.)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Flutningarnir hafa því flust frá minni flugvöllum yfir á þá stærri þar sem hærri tíðni hefur haft afgerandi áhrif. Hvort þessi þróun heldur áfram er mjög erfitt að spá um, en þó má ætla að eftir því sem vegakerfið batnar innan ákveðinna svæða aukist áfram farþegaflutningar um þá flugvelli sem hafa hærri tíðni flugs og áreiðanleika á kostnað hinna. Sem dæmi má nefna Akureyrarflugvöll/Húsavíkurflugvöll, Sauðárkróksflugvöll/Siglufjarðaflugvöll og Bíldudalsflugvöll/Patreksfjarðarflugvöll.
    Þeir flugvellir sem ekki er stundað áætlunarflug til falla undir flokkinn Aðrir flugvellir og lendingarstaðir sem síðan skiptast í fimm undirflokka:

Undirflokkar Fjöldi
A. Þjónustuflugvellir 13
B. Aðrir flugvellir 15
C. Sportflugvellir 5
D. Lendingarstaðir 20
E. Lendingarstaðir í eigu og umsjá annarra en FMS 8
Samtals 61

Tafla 8. Sundurliðun á fjármagni og farþegaflutningi milli flugvallaflokka 1998 (millj. kr.).

Flugvallaflokkur
Til framkvæmda Framkvæmdakostnaður
Hlutfall
Farþegaflutningar
Hlutfall
Áætlunarflugvellir 1 163,4 145,5 69,9% 890.101 95,3%
Áætlunarflugvellir 2 24,7 19,8 9,5% 19.372 2,1%
Áætlunarflugvellir 3 37,4 38,5 18,5% 7.749 0,8%
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 10,0 4,4 2,1% 17.197 1,8%
Samtals 235,5 208,2 100,0% 934.419 100,0%

    Ekki má draga of sterkar ályktanir af hlutfallstölum þessarar töflu þar sem flugvellir innan hvers flokks eru komnir misjafnlega langt í uppbyggingunni. Flugvöllur með litla farþegaflutninga þarf samt sem áður að uppfylla mjög strangar öryggiskröfur í samræmi við staðla og tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
    Eftirfarandi töflur sýna breytingu sem orðið hefur á farþegaflutningum milli áranna 1990 og 1998:

Tafla 9. Áætlunarflugvellir I, farþegaflutningar.
Flugvellir 1990 Hlutfall 1998 Hlutfall Breyting
Reykjavík 306.627 47,8% 440.585 49,5% 43,7%
Akureyri 120.877 18,9% 181.234 20,4% 49,9%
Vestmannaeyjar 71.962 11,2% 83.660 9,4% 16,3%
Egilsstaðir 50.900 7,9% 72.652 8,2% 42,7%
Ísafjörður 41.407 6,5% 56.301 6,3% 36,0%
Hornafjörður 16.188 2,5% 20.499 2,3% 26,6%
Húsavík 18.510 2,9% 18.449 2,1% -0,3%
Sauðárkrókur 14.626 2,3% 16.721 1,9% 14,3%
Samtals 641.097 100,0% 890.101 100,0% 38,8%

Tafla 10. Áætlunarflugvellir II, farþegaflutningar.
Flugvellir 1990 Hlutfall 1998 Hlutfall Breyting
Bíldudalur 5.080 13,4% 8.304 42,9% 63,5%
Siglufjörður 5.574 14,7% 3.487 18,0% -37,4%
Patreksfjörður 6.182 16,3% 1.817 9,4% -70,6%
Vopnafjörður 3.822 10,1% 2.789 14,4% -27,0%
Grímsey 3.638 9,6% 2.975 15,4% -18,2%
Fyrrverandi áætlunarflugvellir 13.682 36,0% 0 0,0%
Samtals 37.978 100,0% 19.372 100,0% -49,0%

Tafla 11. Áætlunarflugvellir III, farþegaflutningar.
Flugvellir 1990 Hlutfall 1998 Hlutfall Breyting
Mývatn 1.318 7,4% 2.977 40,1% 125,9%
Gjögur 765 4,3% 587 7,9% -23,3%
Þingeyri 5.867 32,7% 1.843 24,8% -68,6%
Þórshöfn 1.836 10,2% 2.016 27,2% 9,8%
Fyrrverandi áætlunarflugvellir 8.138 45,4% 0 0,0%
Samtals 17.924 100,0% 7.423 100,0% -58,6%

    Eftirfarandi tafla sýnir farþegaflutninga sem fóru um áætlunarflugvellina eftir landshlutum árið 1990 annars vegar og 1998 hins vegar og þær breytingar sem hafa orðið á farþegaflutningunum á umræddu tímabili (Bakkaflugvöllur meðtalinn 1998):

Tafla 12. Farþegaflutningar eftir landshlutum.
Landshluti 1990 Hlutfall 1998 Hlutfall Breyting
Vesturland 3.785 0,5% 0 0,0%
Vestfirðir 64.471 9,2% 68.923 7,4% 6,9%
Norðurland 173.590 24,9% 228.114 24,4% 31,4%
Austurland 76.564 11,0% 96.088 10,3% 25,5%
Suðurland 71.962 10,3% 100.709 10,8% 39,9%
Reykjavík 306.627 44,0% 440.585 47,2% 43,7%
Samtals 696.999 100,0% 934.419 100,0% 34,1%

4. SUNDURLIÐUN FRAMKVÆMDA


    Framkvæmdir á flugvöllunum skiptast í þrjá verkefnaflokka sem eru 1) flugbrautir og hlöð, 2) byggingar, 3) aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Einstök verkefni falla svo undir hvern flokk á eftirfarandi hátt:
     1.      Flugbrautir og hlöð: Uppbygging flugbrauta, bundið slitlag, öryggissvæði, flughlað, bílastæði og lóð.
     2.      Byggingar: Flugstöð, farþegaskýli, tækjageymsla og sandgeymsla.
     3.      Aðflugs- og flugöryggisbúnaður: Flugvallarlýsing og raforkukerfi.
    Í flestum stærri verkefnum skiptist fjárveiting til einstakra verkefna á fleiri en eitt ár og þar af leiðandi verður framkvæmdatíminn í flestum tilfellum lengri en eitt ár. Í skýringum hér á eftir er gerð grein fyrir verkstöðu í árslok, hvort verkinu sé lokið eða áfram í framkvæmd. Þá er einnig gerð grein fyrir í töflum greiðslustöðu í árslok og í skýringum á þeim verkum sem lokið var við á árinu, hvort um er að ræða inneign eða skuld.
    Á árinu 1998 var unnið að 44 framkvæmdaverkefnum auk tækjakaupa, eins og fram kemur í skýringum hér á eftir. Lokið var við 25 verkefni á árinu 1998.
    Uppbygging áætlunarflugvallanna er mjög misjafnlega langt á veg kominn. Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að setja bundið slitlag á flugbrautirnar og þá notast við klæðningu sem dugar í sjö til átta ár en þá þarf að setja nýtt yfirlag. Af sextán áætlunarflugvöllum eru aðeins tveir eftir með malarslitlagi, þ.e. Grímseyjar- og Gjögurflugvellir.
    Þá hefur á undanförnum árum einnig verið unnið að gagngerum endurbótum, stækkunum og skipulagsbreytingum í flugstöðvunum á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Einnig hafa verið byggðar nýjar tækjageymslur í Vestmannaeyjum, á Húsavík, Sauðárkróki, Hornafirði og Gjögri. Enn fremur voru tækjageymslurnar á Egilsstöðum og Ísafirði stækkaðar.
    Á næstu árum má búast við að aukin áhersla verði lögð á uppbyggingu hvers konar aðflugs- og flugöryggisbúnaðar. Birtustyrkur flugbrautalýsingar verður aukinn, akbrautalýsing verður aukin og bætt við aðflugsljósum. Einnig verða aðflugsstefnu- og aðflugshallasendar endurnýjaðir auk fjarskiptabúnaðar.
    Eftirfarandi tafla sýnir stöðu hvers verkefnaflokks innan flugvallanna á árinu 1998. Í fremsta dálki er flugmálaáætlun ársins 1998 samkvæmt þingsályktun. Í öðrum dálki eru þær breytingar sem orðið hafa frá fyrra ári, inneign eða skuld á viðkomandi verkefni eða aðrar tilfærslur. Í þriðja dálkinum kemur fram það fjármagn sem er til ráðstöfunar í einstakar framkvæmdir á árinu 1998. Fjórði dálkurinn sýnir framkvæmdakostnað ársins samkvæmt bókhaldi í árslok. Í fimmta dálki kemur svo fram greiðslustaða hvers verkefnaflokks í árslok 1998. Það ber að hafa í huga að verkefnum er oft ekki lokið í árslok og færast því fjármunir yfir á næsta ár og einnig að gerðar eru ýmsar skuldbindingar sem koma ekki til greiðslu fyrr en árið eftir.

Tafla 13. Sundurliðun framkvæmda 1998 (millj. kr.).
Staður
    Verkefnaflokkur
Flugmála-
áætlun
Breyting Til fram-
kvæmda
Framkvæmda-
kostnaður
Greiðslustaða
í árslok
4.1 Reykjavík
    1. Flugbrautir og hlöð 29 1,1 30,1 13,8 16,3
4.2 Akureyri
    1. Flugbrautir og hlöð 5 -5,0 0,0 0,8 -0,8
    2. Byggingar 9 -2,4 6,6 1,3 5,3
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 14 -7,0 7,0 8,4 -1,4
4.3 Vestmannaeyjar
    2. Byggingar 20 -0,8 19,2 8,4 10,8
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0 5,2 5,2 3,8 1,4
4.4 Egilsstaðir
    1. Flugbrautir og hlöð 18 18,0 23,9 -5,9
    2. Byggingar 0 0,0 0,1 -0,1
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0 0,0 0,1 -0,1
4.5 Ísafjörður
    2. Byggingar 40 -4,8 35,2 49,2 -14,0
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0 7,8 7,8 6,1 1,7
4.6 Hornafjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,0 0,5 -0,5
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 10 10,0 4,2 5,8
4.7 Húsavík
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,0 0,1 -0,1
    2. Byggingar 20 0,3 20,3 22,4 -2,1
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 2 2,0 1,2 0,8
4.8 Sauðárkrókur
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 2 2,0 1,2 0,8
4.9 Bíldudalur
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,0 0,1 -0,1
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 9 8,0 17,0 18,7 -1,7
4.10 Grímsey
    2. Byggingar 7 7,0 0,3 6,7
4.11 Siglufjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,0 0,4 -0,4
4.12 Þórshöfn
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,0 8,2 -8,2
    2. Byggingar 0 0,1 0,1 0,3 -0,2
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 8 7,0 15,0 20,3 -5,3
4.13 Vopnafjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,7 0,7 0,3 0,4
4.14 Hólmavík 0 0,0 0,0
4.15 Þingeyri
    1. Flugbrautir og hlöð 15 15,0 0,1 14,9
4.16 Gjögur
    1. Flugbrautir og hlöð 3 3,0 5,1 -2,1
4.17 Mývatn
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0,5 0,5 0,5
    2. Byggingar 4 -0,2 3,8 4,0 -0,2
4.18 Flugumferðar- og flugleiðsögubún 69 51,7 120,7 93,0 27,7
4.19 Annar kostnaður 89 -15,7 73,3 55,3 18,0
4.20 Flugstöð Leifs Eiríkssonar 42 42,0 42,0
4.21 Til reksturs flugvalla 167 167,0 167,0
    Samtals 582 628,5 561,1 67,4

4.1 Reykjavík.
4.1.1 Flugbrautir og hlöð.
     Flugbraut. Á árinu 1998 var haldið áfram undirbúningi endurbóta á flugbrautum og hlöðum á Reykjavíkurflugvelli, þ.e. hönnun, gerð útboðsgagna og frummatskýrslu. Almenna verkfræðistofan hf. hefur séð um hönnun og gerð útboðsgagna fyrir jarðvegsframkvæmdir, þ.e. uppbyggingu flugbrauta og slitlags. Verkfræðistofan hefur notið ráðgjafar sérfræðings í flugbrautarslitlögum frá AB Swedavia í Svíþjóð. Verkfræðistofan Rafhönnun hf., í samvinnu við starfsmenn Flugmálastjórnar, hefur séð um hönnun flugvallarlýsingar og annarra raforkukerfa. Þá hefur Verkfræðistofan Hönnun hf. haft yfirumsjón með gerð frummatsskýrslu.
    Á flugmálaáætlun árið 1998 voru 29,0 millj. kr. til ráðstöfunar í þetta verkefni en unnið var fyrir 12,4 millj. kr. á árinu og flyst mismunurinn til næsta árs en þá er fyrirhugað að hefja framkvæmdir við endurbæturnar.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
    Girðing. Á árinu var einnig unnið áfram að endurbótum á girðingum.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.2 Akureyri.
4.2.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flughlað. Árið 1997 var hafist handa við stækkun flughlaðsins á Akureyrarflugvelli um 5.000 m2, nýju malbiksyfirlagi bætt á eldra hlað og breikkun snúningsenda á flugbraut. Áætlaður kostnaður var 28,5 millj. kr. Verkinu lauk á árinu 1997, en á árinu 1998 er 5,0 millj. kr. fjárveiting til að greiða eftirstöðvar kostnaðar við verkið.
    Malbiksútlögn var boðin út og bárust tvö tilboð. Tilboði lægstbjóðanda, Loftorku hf., var tekið, en malbikið var keypt frá Malbikunarstöð Akureyrarbæjar. Guðmundur Hjálmarsson, verktaki á Akureyri, sá um burðarlög og undirvinnu fyrir malbiksútlögn. Hönnun verksins sá Verkfræðistofa Norðurlands um, en Flugmálastjórn hafði eftirlit með höndum.
     Verkstaða: Lokið.
     Bílastæði og lóð. Á árinu 1997 var hafist handa við lokafrágang bílastæða og lóðar og lauk því verkefni á árinu 1998.
     Verkstaða: Lokið.

4.2.2 Byggingar.
    Flugstöð. Á árinu 1998 er 9,0 millj. kr. fjárveiting til endurbóta á flugstöðinni. Til að greiða eftirstöðvar skuldar frá árinu 1997 voru nýttar 2,4 millj. kr. Til framkvæmda voru því 6,6 millj. kr., en þess ber að geta að fjárveitingar til þessa verkefnis eru einnig á árunum 1999 og 2000. Á árinu var unnið að hönnun og öðrum undirbúningi fyrir 1,3 millj. kr. Þá voru 0,8 millj. kr. notaðar til að greiða skuld af verkefninu við bílastæði og lóð. Eftirstöðvarnar, 4,5 millj. kr., voru fluttar til framkvæmda árið 1999.
    Arkitektastofan Grófargili og Verkfræðistofa Norðurlands sjá um hönnun verksins.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.2.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
    Brautarljós, endurnýjun. Þessu verkefni lauk ekki á árinu 1998. Á flugmálaáætlun voru 14,0 millj. kr. til þessa verkefnis. Á árinu var unnið fyrir 7,7 millj. kr. Unnið hefur verið að eftirfarandi verkþáttum: uppsetningu eltiljósa frá enda aðflugsljósa til Hvamms, uppsetningu ljósa á akstursbraut, endurnýjun reglna í flugbrautaljósum og hlaðlýsingu.
    Á árinu 1998 voru 7,0 millj. kr. lánaðar á verkefnið 4.12.3 af fjárveitingunni sem greidd verður til baka, 5,0 millj. kr. árið 1999 og 2,0 millj. kr. árið 2000.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Leiðarljós. Þessu verkefni lauk á árinu. Í árslok var 0,1 millj. kr. skuld á verkefninu. Skuldin verður greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.
     Veðurmælibúnaður. Hér er um að ræða skýjahæðar- og skyggnismæli og lauk verkefninu árið 1998. Í árslok var 0,5 millj. kr. skuld á verkefninu sem er greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.3 Vestmannaeyjar.
4.3.2 Byggingar.
    Flugstöð. Á árinu 1998 var unnið að hönnun og undirbúningi vegna stækkunar og endurbóta á flugstöðinni. Fjárveiting samkvæmt flugmálaáætlun var 20,0 millj. kr. sama ár. Verkið felur í sér u.þ.b. 200 m2 viðbyggingu þar sem verður nýr komusalur og verulegar skipulagsbreytingar í brottfararsal, ásamt endurbótum á þaki. Verkið var boðið út í nóvember síðastliðnum og voru tilboð opnuð í desember. Tvö tilboð bárust og var tilboði lægstbjóðanda, Steina og Olla ehf., tekið. Hönnun verksins er í höndum Teiknistofunnar Ármúla 6 í Reykjavík og Teiknistofu Páls Zóphóníassonar, Vestmannaeyjum.
    Framkvæmdakostnaður var 8,2 millj. kr. á árinu og fólst í ýmsum undirbúnings- og hönnunarkostnaði og byggingarleyfisgjöldum. Ljóst er að kostnaður vegna þessa verkefnis verður mun hærri en gert var ráð fyrir í fjárveitingum á flugmálaáætlun árin 1998 og 1999, enda lá ekki fyrir endanleg kostnaðaráætlun vegna verkefnisins þegar áætlunin var í vinnslu.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Tækjageymsla. Lokið var á árinu byggingu tækjageymslu á Vestmannaeyjaflugvelli. Í árslok var 0,2 millj. kr. skuld á verkinu sem greiðist af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.4 Egilsstaðir.
4.4.1 Flugbrautir og hlöð.
     Bílastæði og lóð. Þetta verk var boðið út í maí 1998 og lauk í október sama ár. Verkið var skorið nokkuð niður frá upphaflegri hönnun þar sem fyrirséð var að fjárveiting af flugmálaáætlun ársins, 18,0 millj kr., mundi ekki duga. Raunkostnaður við þennan fyrsta áfanga varð 22,6 millj. kr. og greiðist mismunurinn af fjárveitingunni til varnargarða á árinu 1999 og af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna. Þess ber að geta að framkvæmdum við varnargarða er að mestu lokið.
    Verktakar voru Vökvavélar ehf. og Malarvinnslan Egilsstöðum. Skipulagsuppdrátt vann Benjamín Magnússon arkitekt en um hönnun, eftirlit og útboðsgögn sá Verkfræðistofa Austurlands.
     Verkstaða: Lokið.
     Flugbraut. Hér er um að ræða ræktun og uppgræðslu á gömlu flugbrautinni samkvæmt samningi við Egilsstaðabændur um land undir nýja flugbraut. Engin fjárveiting var til verksins og greiðist kostnaðurinn, 1,3 millj. kr., af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.5 Ísafjörður.
4.5.2 Byggingar.
    Flugstöð. Á árinu 1997 var hafist handa við stækkun og endurbætur á flugstöðinni. Við framkvæmd verksins kom í ljós að gera þurfti mun meiri endurbætur en upphaflega var ráðgert. Þetta gerði verkið töluvert dýrara en áætlað hafði verið. Verkinu lauk í desember sl. en uppgjöri við verktaka var ekki lokið í árslok, m.a. vegna ágreinings um frágang á einstökum verkþáttum.
    Teiknistofan Ármúla 6 Reykjavík sá um arkitektateikningar en útibú Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sá um burðarþolsteikningar og aðrar verkfræðiteikningar. Verktaki var Naglinn ehf., Ísafirði sem átti lægsta tilboð. Eftirlit var í höndum Flugmálastjórnar með aðstoð hönnuða.
    Kostnaður í árslok var 49,2 millj. kr. Mismunur, 14 millj. kr., var greiddur af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.5.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
    Hindranalýsing. Hafist var handa við gerð hindranalýsingar í Kirkjubólshlíð og annarra framkvæmda vegna næturbrottflugs sumarið 1996. Þar sem hér er um að ræða nokkuð flókið verkefni sökum landslags, sem þarna eru mjög brattar hlíðar, hefur verkefnið tekið nokkuð langan tíma sem farið hefur í tilraunir og þróun. Verkinu var að mestu lokið í árslok 1998, en ljóst er að kostnaður verður mun lægri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
     Verkstaða: Lokið.
     Veðurmælitæki. Hér er um að ræða sjálfvirka veðurstöð á Arnarnesi. Þessu verkefni lauk á árinu 1998. Í árslokauppgjöri er 0,3 millj. kr. skuld á verkefninu. Þessi skuld er greidd af inneign á verkefninu Ísafjörður, hindranalýsing.
     Verkstaða: Lokið.

4.6 Hornafjörður.
4.6.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut. Á árinu voru gerðar nokkrar nauðsynlegar lagfæringar á flugbrautinni sem kostuðu 0,5 millj. kr. Þar sem fjárveiting fékkst ekki er gert ráð fyrir að þessi skuld verði tekin af liðnum Flugbrautir og hlöð árið 1999.
     Verkstaða: Lokið.

4.6.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
     Aðflugsljós, norðurendi. Fjárveiting til þessa verkefnis var 10,0 millj. kr. á árinu. Hönnun er lokið og búið er að kaupa ljósin. Unnið var fyrir 3,9 millj. kr. á árinu og lýkur uppsetningu væntanlega á árinu 1999. Ljósin voru keypt frá fyrirtækinu OCEM á Ítalíu eftir að verð hafði verið kannað.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Brautarljós. Þessu verkefni lauk á árinu. Í árslok var 0,2 millj. kr. skuld á verkefninu sem greiðist af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.
     Aðflugsljós úr suðri. Þessu verkefni lauk árið 1998. Skuld í árslok, 0,1 millj. kr., er greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.7 Húsavík.
4.7.1 Flugbrautir og hlöð.
     Öryggissvæði. Þessu verki lauk á árinu og er 0,1 millj. kr. skuld greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.7.2 Byggingar.
     Tækjageymsla. Á árinu 1998 var hafist handa við byggingu 436 m2 tækjageymslu á Húsavíkurflugvelli. Verkið var boðið út sumarið 1998. Lægstbjóðandi féll frá tilboði sínu og var því næstlægsta boði tekið að upphæð 31,5 millj. kr. Fjárveiting ársins var 20,0 millj. kr. Ákveðið var að nýta hluta tækjageymslunnar fyrir sand til hálkuvarna, og var því sett upphitun í gólfið þar sem hitaveita er að koma á flugvallarsvæðið. Þetta hefur í för með sér nokkurn kostnaðarauka. Í árslok var húsið rúmlega fokhelt og hafði þá verið unnið fyrir 22,4 millj. kr. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki í júní 1999. Verktaki er Norðurvík ehf., en hönnun var í höndum Benjamíns Magnússonar arkitekts og Teiknistofu Páls Zóphóníssonar, Vestmannaeyjum, enda unnið eftir sömu teikningu og á Vestmannaeyjaflugvelli. Eftirlit var í höndum Tækniþjónustunnar ehf., Húsavík.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.7.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
     Upptökubúnaður. Þessu verkefni lauk á árinu 1998. Í verkuppgjöri var 0,8 millj. kr. inneign sem er nýtt til leiðréttingar við verkefnauppgjör á árinu 1998.
     Verkstaða: Lokið.

4.8 Sauðárkrókur.
4.8.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
    Upptökubúnaður. Þessu verkefni lauk á árinu 1998. Í árslokauppgjöri var 0,8 millj. kr. inneign á þessu verkefni. Þessi inneign er nýtt til leiðréttingar við verkefnauppgjör á sama ári.
     Verkstaða: Lokið.

4.9 Bíldudalur.
4.9.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut, málun. Þessu verkefni lauk á árinu. Í árslok var 0,1 millj. kr. skuld sem greiðist af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.9.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
    Flugbrautarljós. Framkvæmdum við þetta verkefni lauk á árinu 1998. Fjárveiting af flugmálaáætlun 1998 var 9,0 millj. kr. Eins og áður er getið varð verkefnið Hindranalýsing á Ísafjarðarflugvelli mun ódýrara en ráðgert var og var því ákveðið að færa af áætlun þess verkefnis 8,0 millj. kr. yfir á verkefnið Flugbrautarljós á Bíldudalsflugvelli og voru því alls 17,0 millj. kr. til ráðstöfunar.
    Jarðvinna var boðin út og samið við lægstbjóðanda, Hrein Bjarnason, verktaka á Bíldudal. Tengi- og lagnavinna var unnin af starfsmönnum Flugmálastjórnar. Raftæknideild Flugmálastjórnar sá um hönnun verksins og eftirlit ásamt umdæmisskrifstofu Flugmálastjórnar á Ísafirði. Við lokauppgjör ársins 1998 var 1,7 millj. kr. skuld á verkefninu. Þessi skuld greiðist af 2,0 millj. kr. framlagi flugmálaáætlunar 1999.
     Verkstaða: Lokið.
     Varaafl, Selárdal. Þessu verkefni lauk á árinu. Við lokauppgjör var 1,0 millj. kr. inneign sem nýtt var í leiðréttingar við uppgjör verkefna á árinu 1998.
     Verkstaða: Lokið.

4.10 Grímsey.
4.10.2 Byggingar.
    Flugstöð. Fjárveiting á flugmálaáætlun fyrir árið 1998 var 7,0 millj. kr. til byggingar nýrrar flugstöðvar í Grímsey. Á árinu var unnið fyrir 0,3 millj. kr. vegna undirbúnings fyrir og hönnunar á lítilli flugstöð með flugturni, byggðri úr timbri. Framkvæmdir töfðust, meðal annars vegna hugmynda um að færa flughlaðið nær byggðinni og einnig vegna samninga við Íslandspóst um aðstöðu í flugstöðinni. Byggingarframkvæmdir hefjast því ekki fyrr en á árinu 1999.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.11 Siglufjörður.
4.11.1 Flugbrautir og hlöð.
    Bundið slitlag. Þessu verkefni lauk árið 1994. Þá var ólokið samningum milli Siglufjarðarbæjar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar um námufrágang í Hólslandi. Því verkefni, ásamt samningum, lauk ekki fyrr en á árinu 1998. Hlutur Flugmálastjórnar varð 0,4 millj. kr. og þar sem engin fjárveiting fékkst á árinu í þessu skyni var skuldin greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.12 Þórshöfn.
4.12.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut. Á Þórshafnarflugvelli komu fram frostlyftingar á flugbrautinni sem nauðsynlegt var að lagfæra. Unnið var að þessu verkefni á árinu 1998 og þau jarðefni sem skipt var út notuð í gerð öryggissvæða. Unnið var fyrir 8,2 millj. kr. sem greiddar eru af flugmálaáætlun fyrir árið 1999 af liðnum Flugbrautir og hlöð. Óvíst er á þessari stundu hvort gera þurfi meiri lagfæringar.
     Verkstaða: Lokið.

4.12.3 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður.
    Flugbrautarljós. Þessu verkefni lauk árið 1998 að öðru leyti en því að brautarreglar eru til bráðabirða. Ráðgert er að setja nýja regla og ljúka verkefninu árið 2000. Á sama ári voru fengnar að láni 7,0 millj. kr. af verkinu Flugbrautarljós á Akureyri. Í árslok var að auki 5,3 millj. kr. skuld á þessu verki. Skuldin var greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna árið 1998. Á árinu 1999 eru 5,0 millj. kr. á flugmálaáætlun sem nýttar verða til að greiða upp skuldina við Akureyrarflugvöll. Þær 2,0 millj. kr. sem þá verða ógreiddar, verða teknar af 6,0 millj. kr. framlagi árið 2000. Eftirstöðvarnar 4,0 millj. kr., verða nýttar til uppsetningar á nýjum brautarreglum og til að ljúka verkinu.
    Ljósin voru tekin í notkun á árinu. Raftæknideild Flugmálastjórnar sá um hönnun og eftirlit. Jarðvinna var boðin út en lægstbjóðandi féll frá tilboði sínu og var því samið við þann sem bauð næstlægst, Þóri Jónsson, sem er verktaki á Þórshöfn. Umdæmisskrifstofa Flugmálastjórnar á Akureyri hafði eftirlit með jarðvegsframkvæmdunum. Starfsmenn Flugmálastjórnar sáu um lagna- og tengivinnu. Ljósabúnaðurinn var einnig boðinn út og keyptur af lægstbjóðanda sem er fyrirtækið ADB í Belgíu.
     Verkstaða: Lokið.

4.13 Vopnafjörður.
4.13.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut, málun. Þessu verkefni lauk ekki á árinu 1998 og færist því inneign 0,4 millj. kr. til næsta árs.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.14 Hólmavík.
    Engar fjárveitingar né framkvæmdir voru á árinu 1998.

4.15 Þingeyri.
4.15.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut. Á árinu 1998 var 15,0 millj. kr. framlag á flugmálaáætlun til endurbóta á flugbrautinni á Þingeyri sem er varaþjónustuflugvöllur fyrir Ísafjörð. Þá er einnig 15,0 millj. kr. framlag á árinu 1999, samtals 30,0 millj. kr., til þessa verkefnis. Þar sem 15,0 millj. kr. framlag nýtist illa eitt og sér til útboðs á hluta af verkinu var ákveðið að fresta framkvæmdum til ársins 1999, en undirbúningur hófst á árinu 1998.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.16 Gjögur.
4.16.1 Flugbrautir og hlöð.
    Flugbraut. Á árinu 1998 var 3,0 millj. kr. framlag á flugmálaáætlun til endurnýjunar malarslitlags á flugbrautinni. Þessu verkefni lauk á árinu. Þá var einnig ákveðið að rétta af halla sem á brautinni var og hafði það í för með sér nokkurn kostnaðarauka. Heildarkostnaður varð 5,1 millj. kr. og verður skuldin greidd af liðnum Til leiðréttinga og brýnna verkefna.
     Verkstaða: Lokið.

4.17 Mývatn.
4.17.2 Byggingar.
    Farþegaskýli. Á flugmálaáætlun fyrir árið 1998 var 4,0 millj. kr. framlag til endurbóta á farþegaaðstöðu á flugvellinum. Ákveðið var að vinna þetta verkefni í samvinnu við Mýflug sem hefur skrifstofu og aðra aðstöðu í húsinu. Keypt var tilbúið einingahús og flutt á staðinn. Heildarkostnaður í árslok liggur ekki fyrir, en framlag og eignarhluti Flugmálastjórnar verður 4,0 millj. kr. Eftirstöðvar kostnaðar kemur í hlut Mýflugs og verður þeirra eignarhluti.
     Verkstaða: Lokið.

4.18 Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður.
    Eftirfarandi tafla sýnir sundurliðun framlags á flugmálaáætlun, framkvæmdastöðu og greiðslustöðu í árslok:

Tafla 14. Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður 1998, sundurliðun.
Verkefni Flugmálaáætlun Breyting Til framkvæmda Framkvæmdakostnaður Greiðslustaða í árslok
Flugstjórnarmiðstöð 20 20,0 40,0 55,0 -15,0
Upplýsingakerfi 5 10,4 15,4 0,2 15,2
GPS/WAAS/NAAN/ADS/aðflugsbúnaður 15 19,3 34,3 12,4 21,9
Veðurupplýsingakerfi 10 10,0 0,0 10,0
Veðurboði 0 1,2 1,2 1,6 -0,4
Flugprófunarbúnaður 2 -0,6 1,4 0,2 1,2
Rannsóknarverkefni 7 7,0 4,1 2,9
Flugturn í Reykjavík 0 10,0 -10,0
Ýmis verkefni 10 1,4 11,4 9,5 1,9
Samtals 69 51,7 120,7 93,0 27,7

     Flugstjórnarmiðstöð. Hér er um að ræða hlutdeild íslenska ríksins í og framlag til ýmissa framkvæmda og tækjabúnaðar í nýju flugstjórnarmiðstöðinni.
     Upplýsingakerfi. Til verkefnisins voru 15,4 millj. kr. til ráðstöfunar á árinu 1998. Ráðgert er að nýta þessa fjármuni til kaupa á hug- og vélbúnaði, til útgáfu á handbók flugmanna og til gerðar aðflugskorta og hönnunar aðflugs. Á árinu 1998 var ráðstafað 0,2 millj. kr., aðallega til skoðunar á þeim kerfum sem í boði voru. Búið er að ákveða að ganga til samninga við Serco í Englandi vegna búnaðar til útgáfu handbókar flugmanna.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     GPS/WAAS/NAAN/ADS/aðflugsbúnaður. Á árinu 1998 voru 34,3 millj. kr. til ráðstöfunar í þessi verkefni. Í árslok var búið að nýta 12,4 millj. kr. Á þennan lið er færður allur beinn kostnaður við GPS-verkefni á Íslandi, nema vegna víðáttustoðkerfis (WAAS).
    Á árinu 1998 hefur aðallega verið lögð áhersla á hönnun og flugprófun GPS-aðflugs. Lokið er við braut 18 á Hornarfjarðarflugvelli. Þá er hönnun lokið í Reykjavík, á Bíldudal, Þórshöfn, Vopnafirði, Sauðárkróki, í Grímsey og Vestmannaeyjum. Flugprófanir á þessum stöðum standa yfir.
    Þá er í undirbúningi athugun á notagildi grenndarstoðkerfis (DGPS) til nákvæmnisaðflugs að Akureyrarflugvelli. Kostnaður við kaup á slíkum búnaði er áætlaður 45 millj. kr.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Veðurupplýsingakerfi. Til ráðstöfunar voru 10,0 millj. kr. á árinu 1998 í veðurupplýsingakerfi. Þessir fjármunir eru ætlaðir til endurnýjunar á hugbúnaði svonefnds veðurboða sem er nýttur til að senda veðurupplýsingar frá flugvöllum. Ekki hefur farið af stað nein vinna við slíkt, en í gangi er athugun á búnaði frá fyrirtækinu Vaisala í Finnlandi sem safnar saman gögnum frá öllum skynjurum á einum flugvelli. Síðan má dreifa þessum upplýsingum um flugvöllinn og einnig senda veðurathuganir sjálfvirkt.
    Búnaðurinn er nú til skoðunar hjá flugumferðarþjónustunni og Veðurstofunni. Ef búnaðurinn kemur vel út er ráðgert að setja slíkan búnað upp til prófunar á Akureyrarflugvelli á árinu 1999.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Veðurboði. Frá fyrri árum voru 1,2 millj. kr. til ráðstöfunar í þetta verkefni. Nú hefur verið varið 1,6 millj. kr. til endurnýjunar tölvubúnaðar veðurboða á Akureyrarflugvelli, Vestmannaeyjaflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.
     Verkstaða: Lokið.
     Flugprófunarbúnaður. Á þessum lið er til ráðstöfunar á árinu 1,4 millj. kr. Þá eru enn fremur framlög til verksins á flugmálaáætlun áranna 1999 og 2000 að upphæð 15,0 millj. kr.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Rannsóknarverkefni. Til ráðstöfunar af flugmálaáætlun árið 1998 voru 7,0 millj. kr. Ráðstafað hefur verið á árinu til ýmissa verkefna 4,1 millj. kr., en þó aðallega til hávaðamælinga í kringum Reykjavíkurflugvöll. Framkvæmdaraðili var Verkfræðistofnun Háskólans. Eftirstöðvar, 2,9 millj. kr., færast til ársins 1999 en þá er 8,0 millj. kr. framlag á flugmálaáætlun til rannsóknarverkefna.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Ýmis verkefni. Þessum verkefnum, m.a. uppsetningu á vindmælum á Sauðárkróks- og Siglufjarðarflugvöllum, lauk á árinu 1998. Árslokauppgjör sýnir 1,9 millj. kr. inneign. Þessi inneign var notuð til leiðréttinga á verkefnum sem lokið var á árinu 1998.
     Verkstaða: Í framkvæmd.

4.19 Annar kostnaður.
    Eftirfarandi tafla sýnir hvernig annar kostnaður sundurliðast:

Tafla 15. Annar kostnaður 1998, sundurliðun.
Verkefni Flugmálaáætlun Breyting Til framkvæmda Framkvæmdakostnaður Greiðslustaða í árslok
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 12 -2,0 10,0 4,4 5,6
Slökkvibúnaður 10 10,0 0,0 10,0
Ýmis búnaður 5 5,0 0,0 5,0
Tækjasjóður 27 3,8 30,8 36,1 -5,3
Til leiðréttinga og brýnna vekefna 20 -20,0 0,0 0,0 0,0
Stjórnunarkostnaður 15 2,5 17,5 14,0 3,5
Ýmis verkefni 0 0,0 0,8 -0,8
Samtals 89 -15,7 73,3 55,3 18,0

    Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
. Á þennan lið er færður kostnaður við uppbyggingu og meira viðhalds annarra flugvalla en áætlunarflugvalla. Þessar flugbrautir og lendingarstaðir eru í misgóðu ástandi.
    Á undanförnum árum hefur átt sér stað veruleg uppbygging á flugvöllunum á Selfossi og Bakka í Austur-Landeyjum, enda eru umtalsverðir farþegaflutningar um þessa flugvelli, sérstaklega til og frá Vestmannaeyjum. Á árinu voru stærstu framkvæmdirnar þær að endurnýjað var malarslitlag á flugbrautunum á Stóra-Kroppi og Húsafelli, en það verk annaðist verktakafyrirtækið Borgarverk í Borgarnesi. Að öðru leyti dreifðist fjármagn af þessum lið á ýmsa flugvelli og lendingarstaði. Í upphafi árs voru 10,0 millj. kr. til ráðstöfunar en unnið var fyrir 4,4 millj. kr. Inneign, 5,6 millj. kr., færist til ársins 1999.
     Verkstaða: Lokið.
     Slökkvibúnaður. Á árinu 1998 voru 10,0 millj. kr. til ráðstöfunar í kaup á slökkvibúnaði. Sama upphæð er einnig á flugmálaáætlun ársins 1999 og verða þá 20,0 millj. kr. til ráðstöfunar. Slökkviþjónusta á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvöllum hefur verið í endurskoðun undanfarið og þá með tilliti til aukinnar samvinnu eða samruna við slökkvilið viðkomandi sveitarfélaga. Þegar þeirri vinnu lýkur verður tekin ákvörðun um hvernig þessu fjármagni verður best varið.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Ýmis búnaður. Til ráðstöfunar á þessum lið voru 5,0 millj. kr. sem lánað var í reynd í tækjasjóð og hefur verið lagt til að þessi fjárveiting, ásamt 5,0 millj. kr. framlagi á flugmálaáætlun ársins 1999, verði sameinuð tækjasjóði.
     Verkstaða: Í framkvæmd.
     Tækjasjóður. Á árinu 1998 var í fyrsta sinn sérstök fjárveiting í tækjasjóð flugvallanna en áður höfðu tækjakaup og fjárveitingar til þeirra verið færðar á viðkomandi flugvöll. Á árinu 1998 voru til ráðstöfunar 30,8 millj. kr. til ýmissa tækjakaupa. Eftir að metið hafði verið hvar þörfin væri mest voru ákveðin eftirfarandi tækjakaup á árinu og þeim ráðstafað til eftirtalinna flugvalla:
Tafla 16. Tækjakaup, sundurliðun.
Staður Tæki Kaupverð
Reykjavík Vörubifreið 5.353
Akureyri Vörubifreið 5.353
Akureyri Snjóblásari 16.758
Akureyri Bremsumælingarbifreið 75
Egilsstaðir Vörubifreið 5.229
Bíldudalur Sanddreifari 600
Gjögur Sanddreifari 600
33.968

    Þær þrjár vörubifreiðar sem keyptar voru eftir útboð eru notaðar, en þó nýlegar og tiltölulega lítið keyrðar. Snjóblásari fyrir Akureyrarflugvöll var einnig keyptur notaður frá Bandaríkjunum eftir að útboð hafði farið fram, enda að miklu leyti nýlega endurbyggður. Þá var keypt notuð Saab-bremsumælingabifreið fyrir Akureyrarflugvöll af Sölu varnarliðseigna, en bifreiðin hafði áður verið á Keflavíkurflugvelli.
    Verkstæði Flugmálastjórnar í Reykjavík sá síðan um gagngerar endurbætur á bifreiðinni og bremsumælingabúnaðinum. Kostnaður á árinu 1998 vegna tækjakaupa var 36,1 millj. kr. og er þá innifalinn kostnaður við endurbætur á bremsumælingabifreiðinni og ýmis kostnaður vegna útboða og skoðunar á tækjunum.
     Verkstaða: Lokið.
     Til leiðréttinga og brýnna verkefna. Þessi liður er notaður til að stemma af uppgjör verkefna ársins 1998. Til ráðstöfunar voru 20 millj. kr.


Fylgiskjal I.

    Eftirfarandi tafla og súlurit sýna fjárveitingar til flugmálaframkvæmda frá því að fyrsta þingsályktun um flugmálaáætlun tók gildi árið 1988.

Fjárveitingar til flugmálaframkvæmda 1988–98.

Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (mars 1999), í þús. kr.
Ár      Fjárhæð Núvirði
1988 281.500 591.170
1989 272.000 451.834
1990 325.000 448.810
1991 349.000 447.349
1992 374.000 466.645
1993 393.000 486.984
1994 395.000 473.320
1995 355.000 409.487
1996 332.000 372.148
1997 400.000 420.751
1998 415.000 422.728
Samtals 3.891.500 4.991.226



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal II.

    Eftirfarandi tafla sýnir hvernig fjárveitingar til einstakra flugvalla skiptast á árunum 1988- 1998. Eins og fram kemur hafa fjárveitingar til Egilsstaðaflugvallar verið mestar á þessum árum, eða sem svarar 29,5% af heildarfjárveitingunum.

Fjárveitingar til flugvallaframkvæmda 1988–98.
Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (mars 1999), í þús. kr.
Staður 1988–91 1992–95 1996 1997 1998 Samtals Hlutfall
Reykjavík 212.777 59.046 20.179 38.919 29.540 3 60.461 8,8%
Akureyri 113.250 120.206 73.990 74.683 28.521 410.650 10,1%
Vestmannaeyjar 114.993 82.281 19.058 7.363 20.372 244.067 6,0%
Egilsstaðir 522.384 608.790 48.206 6.311 18.335 1.204.026 29,5%
Ísafjörður 87.883 50.156 36.995 32.608 40.745 248.387 6,1%
Hornafjörður 40.844 64.926 11.210 31.556 10.186 158.722 3,9%
Húsavík 42.452 121.752 16.815 10.519 22.409 213.947 5,2%
Sauðárkrókur 61.072 110.766 22.422 6.311 2.037 202.608 5,0%
Patreksfjörður 22.641 46.764 22.422 6.311 0 98.138 2,4%
Bíldudalur 20.406 58.359 0 8.415 9.168 96.348 2,4%
Grímsey 42.005 16.611 3.363 1.052 7.130 70.161 1,7%
Norðfjörður 41.559 8.431 0 0 0 49.990 1,2%
Vopnafjörður 22.194 0 0 31.556 0 53.750 1,3%
Siglufjörður 2.383 42.018 0 0 0 44.401 1,1%
Þórshöfn 79.393 71.101 3.363 7.363 8.149 169.369 4,2%
Hólmavík 52.730 14.121 0 0 0 66.851 1,6%
Gjögur 20.407 19.052 0 0 3.056 42.515 1,0%
Þingeyri 7.596 6.337 0 0 15.279 29.212 0,7%
Raufarhöfn 13.555 4.585 0 0 0 18.140 0,4%
Kópasker 22.640 1.247 0 0 0 23.887 0,6%
Flateyri 19.365 0 0 0 0 19.365 0,5%
Mývatn 0 6.966 16.815 0 4.074 27.855 0,7%
Bakkafjörður 1.191 0 0 0 0 1.191 0,0%
Borgarfjörður eystri 23.684 0 0 0 0 23.684 0,6%
Ólafsfjörður 2.682 0 0 0 0 2.682 0,1%
Breiðdalsvík 14.449 0 0 0 0 14.449 0,4%
Blönduós 14.746 0 0 0 0 14.746 0,4%
Stykkishólmur 5.362 1.247 0 0 0 6.609 0,2%
Rif 34.855 4.991 0 0 0 39.846 1,0%
Aðrir flugvellir 64.200 24.151 6.726 12.622 12.223 119.922 2,9%
Samtals 1.723.698 1.543.904 301.564 275.589 231.224 4.075.979 100,0%

Fylgiskjal III.

    Eftirfarandi tafla sýnir heildarfjárveitingar til einstakra flugvalla á árunum 1988–98 ásamt heildarfarþegaflutningum um flugvellina á sama tíma:

Framkvæmdir á flugvöllum 1988–98 og fjöldi farþega sem fóru um flugvellina sömu ár. Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (mars 1999).
Staður Fjárhæð Farþegar Fjárfesting á farþega
Reykjavík 360.461.000 3.715.628 97
Akureyri 410.650.000 1.470.569 279
Vestmannaeyjar 244.067.000 831.836 293
Egilsstaðir 1.204.026.000 594.529 2.025
Ísafjörður 248.387.000 557.682 445
Hornafjörður 158.722.000 183.033 867
Húsavík 213.947.000 159.034 1.345
Sauðárkrókur 202.608.000 136.239 1.487
Patreksfjörður 98.138.000 56.824 1.727
Bíldudalur 96.348.000 65.828 1.464
Grímsey 70.161.000 38.983 1.800
Norðfjörður 49.990.000 31.087 1.608
Vopnafjörður 53.750.000 38.959 1.380
Siglufjörður 44.401.000 39.611 1.121
Þórshöfn 169.369.000 21.783 7.775
Hólmavík 66.851.000 10.042 6.657
Gjögur 42.515.000 7.905 5.378
Þingeyri 29.212.000 26.031 1.122
Raufarhöfn 18.140.000 9.124 1.988
Kópasker 23.887.000 4.466 5.349
Flateyri 19.365.000 30.741 630
Mývatn 27.855.000 26.127 1.066
Suðureyri 150.000 2.363 63
Bakkafjörður 1.191.000 776 1.535
Borgarfjörður eystri 23.684.000 1.491 15.885
Ólafsfjörður 2.682.000 6.012 446
Breiðdalsvík 14.449.000 3.068 4.710
Fáskrúðsfjörður 150.000 217 691
Blönduós 14.746.000 11.247 1.311
Stykkishólmur 6.609.000 6.647 994
Rif 39.846.000 14.024 2.841
Samtals 3.956.357.000 8.101.906 488




Fylgiskjal IV.

Farþegaflutningar 1990–98.
    Eftirfarandi línurit sýna farþega sem hafa farið um áætlunarflugvellina á árunum 1990–98 (viðkomufarþegar meðtaldir). Eins og sjá má á línuritunum er mjög mikil aukning farþegaflutninga um stærri flugvellina á kostnað hinna minni. Þannig fóru á árinu 1998 91% af heildarfarþegaflutningunum um fimm stærstu áætlunarflugvellina, þ.e. Reykjavíkur-, Akureyrar-, Vestmannaeyja-, Egilsstaða-, og Ísafjarðarflugvelli.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Vestmannaeyjar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Egilsstaðir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Ísafjörður.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hornafjörður.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Húsavík.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Sauðárkrókur.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.