Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 511  —  247. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um útlán hjá tryggingafélögum og eignarleigum.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hvernig hafa útlán og fjöldi lánþega þróast hjá tryggingafélögum og eignarleigum árlega sl. fimm ár:
     a.      bílalán,
     b.      önnur lán?

    Óskað er eftir að í svari verði greint á milli tryggingafélaga annars vegar og eignarleigna hins vegar.

    Viðskiptaráðuneytið fór þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það legði til upplýsingar í svar við fyrirspurninni og byggir ráðuneytið á þeim svörum sem komu frá eftirlitinu.

Útlán vátryggingafélaga í millj. kr. á verðlagi hvers árs.



1996 1997 1998
Veðlán
9.124 10.985 12.611
Þar af lán með veði í bílum
5.969 8.023 10.044
Önnur útlán
1.905 1.853 1.787

    Hjá Fjármálaeftirlitinu eru til upplýsingar um útlán íslenskra vátryggingafélaga sem byggjast á ársreikningum félaganna og sundurliðunum sem eftirlitið fær vegna eftirlitsstarfseminnar. Veðlán og önnur útlán eru tilgreind í ársreikningum, upplýsingar um lán með veði í bílum eru úr sérstökum skýrslum. Ný reglugerð um ársreikninga vátryggingafélaga gilti í fyrsta skipti um reikningsárið 1996, en fyrir þann tíma voru útlán ekki tilgreind sérstaklega í ársreikningum.
    Upplýsingar um fjölda lánþega liggja ekki fyrir og heldur ekki skipting þeirra í einstaklinga og lögaðila.

Útlán og eignarleigusamningar eignarleigufyrirtækja


í millj. kr. á verðlagi hvers árs.



1995 1996 1997 1998
Útlán og eignarleigusamningar
9.934 13.503 19.648 27.106
    þar af útlán til viðskiptavina
3.124 4.142 6.432 8.985
    þar af eignarleigusamningar
6.810 9.361 13.216 18.121
Útlán og eignarleigusamningar
9.934 13.503 19.648 27.106
    þar af vegna fyrirtækja
7.738 10.073 13.695 17.483
    þar af vegna einstaklinga
1.997 3.106 5.600 9.297

    Upplýsingar um útlán sundurliðuð í bílalán og önnur lán liggja ekki fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu né heldur upplýsingar um fjölda lánþega. Árið 1995 tóku gildi nýjar reglur um gerð ársreikninga lánastofnana og eru tölur frá árinu 1994 og fyrr því ekki að fullu sambærilegar við tölur frá árinu 1995 og síðar.