Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 768  —  347. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar um styrki til sérleyfishafa.

     1.      Hve háan styrk veitti hið opinbera sérleyfishöfum árið 1999, hverjir fengu styrk og hve háa fjárhæð fékk hver?
    Leitað var til Vegagerðarinnar við undirbúning að svari þessu enda hefur stofnunin umsjón með þeim fjármunum sem spurt er um.
    Styrkir til sérleyfishafa í fjárlögum 1999 voru 54 millj. kr., sbr. fjárlagalið 10-211 1.11. Sú formbreyting hefur orðið að nú er upphæð þessi skilgreind sem styrkur en áður var um að ræða skilgreinda endurgreiðslu á þungaskatti. Eftir sem áður miðast greiðslan við 10,55 kr. á sérhvern ekinn km í sérleyfisakstri. Þetta er sambærileg upphæð við þá endurgreiðslu þungaskatts sem sérleyfishafar fengu áður. Greiðslur eru byggðar á upplýsingum frá Félagi sérleyfishafa um akstur sérleyfisbíla. Af fyrrgreindum 54 millj. kr. var reiknað með sérstökum 3 millj. kr. styrk til sérleyfisaksturs á leiðum þar sem skilyrði eru verst.
    Árið 1999 greiddi Vegagerðin 43,2 millj. kr. í almennan styrk til sérleyfishafa. Ekki liggur fyrir heildaruppgjör fyrir alla sérleyfishafa, sem skýrir muninn á greiddum styrk og upphæð í fjárlögum.     Í fylgiskjali I er gerð grein fyrir almennum styrkjum sem greiddir voru sérleyfishöfum árið 1999.
    Eftirtaldir fengu úthlutað sérstökum styrk árið 1999 samkvæmt ákvörðun samgönguráðuneytis:

Sérleyfisbílar Suðurfjarða, Breiðdalsvík
1.300 þús. kr.
BSH, Húsavík
450 þús. kr.
Hjörtur Ásgeirsson, Djúpavogi
800 þús. kr.
Austfjarðaleið, Neskaupstað
450 þús. kr.

    Greiddur styrkur til sérleyfishafa árið 1999 nemur samtals 46,2 millj. kr.

     2.      Hve hár styrkur verður veittur sérleyfishöfum á þessu ári, hverjir fá styrk og hve háa fjárhæð fær hver?
    Í fjárlögum ársins 2000 er gert ráð fyrir sömu fjárhæð og 1999, eða 54 millj. kr., í styrk til sérleyfishafa. Ekki er á þessu stigi unnt að svara hvernig almenni styrkurinn deilist á sérleyfishafa en telja verður ólíklegt að verulegar breytingar verði frá fyrra ári. Í fylgiskjali II má sjá reglur sem ráðuneytið og Vegagerðin hafa sett um úthlutun sérstaks styrks, þ.e. 3 millj. kr. fyrir árið 2000. Upphæðin er óbreytt frá fyrra ári.
    Eftirtöldum hefur verið sent bréf þar sem þeim var tilkynnt um úthlutun sérstaks styrks fyrir árið 2000:

Sérleyfisbílar Suðurfjarða, Breiðdalsvík
707 þús. kr.
BSH, Húsavík
1.096 þús. kr.
Hjörtur Ásgeirsson, Djúpavogi
669 þús. kr.
Jakob Sigurðsson, Borgarfirði eystra
527 þús. kr.

    Þess má geta að Hjörtur Ásgeirsson hefur lagt inn sérleyfi sitt og hætt akstri. Hann fær því ekki áðurnefndan styrk. Sérleyfi hans, Djúpivogur – Höfn, verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.

     3.      Hverjir gera tillögu um úthlutun þessara fjármuna?
    Eins og fram hefur komið úthlutar Vegagerðin almenna styrknum eftir akstri sérhvers sérleyfishafa samkvæmt upplýsingum frá Félagi sérleyfishafa. Ráðuneytið og Vegagerðin úthlutuðu sérstaka styrknum fyrir árið 2000 í sameiningu með hliðsjón af reiknilíkani sem þróað hefur verið.


Fylgiskjal I.


Almennir styrkir til sérleyfishafa 1999.


Nafn

Þús. kr.

Allrahanda/Ísferðir
834
Austfjarðaleið
1.333
Austurleið
7.928
BSH
4.007
Ferðaþjónusta Austurlands
172
Guðmundur Jónasson
483
Hjörtur Ásgeirsson
567
Jakob Sigurðsson
317
Kristmann Jónsson
11
Kynnisferðir
5.825
Norðurleið
5.483
SBK
2.348
SBS
204
Sérleyfisbílar Akureyrar
1.716
Sérleyfisbílar HP
    
3.344
Sérleyfisbílar Suðurfjarða
1.114
Suðurleiðir
745
Sæmundur Sigmundsson
3.983
Valdimar L. Gíslason
344
Þingvallaleið
927
Ævar og Bóas
1.483
Samtals
     43.168

Fylgiskjal II.


Reglur um úthlutun sérstaks styrks til sérleyfishafa árið 2000.


     1.      Einungis eru styrkhæfar þær leiðir sem ekið er á allt árið.
     2.      Ekki er styrkhæfur akstur sérleyfishafa sem hættur er rekstri.
     3.      Ekki er styrkhæfur akstur sérleyfishafa þar sem meira en helmingi leiðar er þjónað af fleiri en einum sérleyfishafa.

    Styrkhæfur sérleyfisakstur þarf jafnframt að fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
     1.      Akstursleið er lengri en 140 km.
     2.      Heildarakstur á leiðinni er meiri en 15.000 km.
     3.      Heildarfjöldi sætiskm á viðkomandi leið var samkvæmt útreikningum Félags sérleyfishafa minni en 2.000.000 á árinu 1997.
     4.      Heildarakstur sérleyfishafans á öllum sérleyfisleiðum hans var samkvæmt útreikningum Félags sérleyfishafa minni en 5.000.000 skm á sama tímabili.
     5.      Styrkur skiptist í fasta greiðslu sem er 300.000 kr. og breytilega greiðslu sem reiknuð er út frá tilbúinni vísitölu er tekur mið af akstursvegalengd og sætaframboði. Fasta greiðslan fellur þó niður hjá þeim sérleyfishöfum sem eru með samningsbundna póstflutninga.