Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 782 — 498. mál.
Fyrirspurn
til fjármálaráðherra um Lífeyrissjóð bænda.
Frá Drífu Hjartardóttur.
1. Hve margir sjóðfélagar fá nú greitt úr Lífeyrissjóði bænda?
2. Hve margir sjóðfélagar, sundurliðað eftir kyni, fá nú mánaðarlega greiddar: 0–10 þús. kr., 10–20 þús. kr., 20–30 þús. kr., 30–40 þús. kr., 40–50 þús. kr., meira en 50 þús. kr.?
3. Hvernig skiptast greiðslur úr sjóðnum til karla og kvenna, sundurliðað eftir búgreinum, þ.e. sauðfjárbúskap, mjólkurbúskap og öðrum greinum búskapar?
Skriflegt svar óskast.