Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 802  —  504. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mengunarmörk.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hefur ráðherra kynnt sér dóma sem fallið hafa í Bandaríkjunum á síðustu árum í málum sem varða brot á mengunarmörkum?
     2.      Hefur verið athugað hvort um ámóta brot sé að ræða hér á landi? Hafi það ekki verið gert, þrátt fyrir ábendingar, hver er ástæðan?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið af hálfu ráðuneytisins til að minnka mengun frá skipum, bátum og bifreiðum?
     4.      Eru fyrirhugaðar aðgerðir í kjölfar þess að sýnt hefur verið fram á að svonefndir hvarfakútar auka mengun (sbr. Mbl. 6. febrúar 2000) við ákveðin skilyrði?


Skriflegt svar óskast.