Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 910  —  596. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um smíði nýrrar Hríseyjarferju og útboð á ferjusiglingum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hvenær var tekin ákvörðun um smíði nýrrar Hríseyjarferju?
     2.      Hverjar voru meginforsendur ákvörðunarinnar?
     3.      Var hönnun og teikning skipsins boðin út? Ef ekki, hverjar voru ástæður þess?
     4.      Hver var upphafleg áætlun um stærð skipsins, brúttótonn, farþegafjölda, lengd og djúpristu? Hver er stærð skipsins nú?
     5.      Hver hefur meðalfjöldi farþega með ferjunni verið á dag síðustu tvö ár?
     6.      Hvað tekur ferjan sem nú er notuð marga farþega? Er hún talin ónothæf?
     7.      Er gert ráð fyrir að nýja Hríseyjarferjan sigli einnig til Grímseyjar?
     8.      Hvers vegna var valinn vélbúnaður án stýris í skipið?
     9.      Hver var áætlaður kostnaður við smíði skipsins og afhendingartími? Hver er kostnaðurinn nú orðinn og hvenær eru áætluð verklok?
     10.      Hver er áætlaður afhendingartími skipsins og hvað hafa tafir orðið miklar frá upphaflegum áætlunum? Hverjar eru meginástæður þessara tafa?
     11.      Hver er áætlaður rekstrarkostnaður nýju ferjunnar samanborið við eldri ferjur?
     12.      Hver var áætlaður kostnaður við hafnarmannvirki með tilkomu nýrrar ferju? Hver er kostnaðurinn nú?
     13.      Hvað líður útboðum á ferjusiglingum á öllum ferjuleiðum sem Vegagerð ríkisins hefur umsjón með?


Skriflegt svar óskast.