Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 920  —  606. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins.

Frá Pétri Bjarnasyni.



     1.      Hvað hefur verið gert til eflingar dagskrárgerð á landsbyggðinni á því ári sem liðið er frá samþykkt þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999–2001 í mars 1999 þar sem ríkisfjölmiðlum er ætlað að efla starfsemi á landsbyggðinni, m.a. með aukinni dagskrárgerð og útsendingum frá starfsstöðvum Ríkisútvarpsins þar? Hvað er fyrirhugað að gera á næstunni?
     2.      Á að veita meira fé til svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, sem eru farnar að þjóna bæði útvarpi og sjónvarpi, til að unnt sé að bæta tækjakost og mannafla? Ef svo er, hve mikið?
     3.      Verður veitt fé til að bæta aðstöðu svæðisútvarpsins á Ísafirði sem Vinnueftirlitið hefur nýlega úrskurðað óviðunandi? Ef svo er, hve mikið?
     4.      Er ætlunin að útsendingar svæðisútvarps Vestfjarða nái á næstunni einnig til Strandasýslu, Barðastrandar og Reykhóla?


Skriflegt svar óskast.



















Prentað upp.