Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 926  —  454. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar K. Sverrisdóttur um fjölda starfsmanna ríkis og sveitarfélaga og veitingu húsnæðislána í kjördæmum.

     1.      Hver er fjöldi starfsmanna á vegum sveitarfélaga í einstökum kjördæmum og hvernig hefur hann breyst síðustu tíu ár?
    Samband íslenskra sveitarfélaga hefur safnað upplýsingum um fjölda stöðugilda í sveitarfélögunum annað hvert ár og má sjá hver hann var árin 1990 og 1998 í töflunni hér á eftir. Verið er að taka saman upplýsingar um stöðugildi árið 2000 og er sveitarfélögunum ætlað að skila þeim til sambandsins fyrir 15. apríl nk. Rétt er að vekja athygli á því að sveitarfélögin tóku alfarið við rekstri grunnskóla árið 1996 og urðu kennarar þá starfsmenn sveitarfélaganna.

Stöðugildi
1. janúar 1990
Stöðugildi
1. janúar 1998
Fjölgun
stöðugilda
Reykjavík
4.603 7.295 2.692
Reykjanes
1.795 3.077 1.282
Vesturland
274 671 397
Vestfirðir
268 460 192
Norðurland vestra
196 462 266
Norðurland eystra
813 1.805 992
Austurland
281 651 370
Suðurland
429 1.018 589
Samtals
8.659 15.439 6.780

     2.      Hver er fjöldi starfsmanna á vegum ríkisins í einstökum kjördæmum og hvernig hefur hann breyst síðustu tíu ár?
    Fyrirspurn um fjölda starfsmanna ríkisins er rétt að beina til fjármálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur ekki þessar upplýsingar.

     3.      Hvernig hefur veitingu húsnæðislána verið háttað síðustu tíu ár, sundurliðað eftir kjördæmum?
    Leitað var til Íbúðalánasjóðs um svör við þessum lið og má sjá þau í meðfylgjandi töflu. Bent skal á að tölur fyrir 1999 eru bráðabirgðatölur þar sem ársuppgjör er ekki frágengið.


Veitt lán í Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna og samþykkt húsbréfaviðskipti
í húsbréfadeild hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóði 1990–1999.

(Fjárhæðir í millj. kr.)
1990 % 1991 % 1992 % 1993 % 1994 % 1995 % 1996 % 1997 % 1998 % 1999 %
Reykjavík
8.069 44,7 10.306 43,3 8.855 41,7 5.274 39,4 7.960 44,5 6.421 42,4 7.353 45,0 7.426 42,0 12.075 43,0 16.004 44,0
Reykjanes
5.526 30,6 7.409 31,1 6.974 32,8 4.633 34,5 5.712 32,0 5.445 35,9 5.426 33,0 6.675 38,0 9.477 34,0 12.192 34,0
Vesturland
387 2,1 711 3,0 601 2,8 436 3,3 733 4,1 394 2,6 617 4,0 576 3,0 1.008 4,0 1.495 4,0
Vestfirðir
397 2,1 540 2,3 626 2,9 266 2,0 334 1,9 311 2,1 287 2,0 217 1,0 723 3,0 489 1,0
Norðurland vestra
369 2,0 512 2,2 472 2,2 271 2,0 313 1,8 256 1,7 207 1,0 248 1,0 620 2,0 465 1,0
Norðurland eystra
1.900 10,5 2.259 9,5 1.783 8,4 1.205 9,0 1.266 7,1 1.173 7,7 1.317 8,0 1.637 9,0 2.353 8,0 3.243 9,0
Austurland
544 3,0 804 3,4 809 3,8 530 4,0 437 2,4 325 2,1 377 2,0 338 2,0 538 2,0 834 2,0
Suðurland
845 4,0 1.275 5,4 1.118 5,3 779 5,8 1.121 6,3 821 5,4 862 5,0 711 4,0 1.102 4,0 1.661 5,0
Samtals
18.035 100,0 23.815 100,2 21.237 99,9 13.394 99,9 17.875 100,1 15.147 99,9 16.446 100,0 17.827 100,0 27.896 100,0 36.383 100,0
Framreiknað miðað við bygginarvísitölu
1. desember 1999


24.509


30.067


26.557


16.202


21.242


17.473


17.865


18.680


28.548


36.383
Athuga skal að húsbréfakerfið var tekið í notkun í nóvember 1989 en veitt voru lán samkvæmt kerfinu frá 1986 fram í mars 1994 vegna langs afgreiðslutíma lánsloforða.
Heimildir: Ársskýrslur Húsnæðisstofnunar ríkisins 1990–97 og tölfræðigögn Íbúðalánasjóðs.