Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 927  —  607. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum.

Frá Árna R. Árnasyni.



     1.      Hvert er mat ráðherra á árangri af því forvarnastarfi gegn krabbameini sem hér hefur verið unnið, þ.m.t. á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins; hefur ráðuneytið eða landlæknisembættið metið áhrif þessa starfs á heilbrigðisþjónustuna?
     2.      Hefur ráðherra fyrirætlanir um auknar forvarnir gegn krabbameini, t.d. með víðtækari krabbameinsleit? Ef svo er, hverjar eru þær, hvenær komast þær í framkvæmd og hvernig verða þær skipulagðar? Ef svo er ekki, mun ráðherra þá styðja hugmyndir annarra aðila um forvarnir, svo sem Krabbameinsfélagsins, einstakra lækna eða annarra?