Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1017  —  484. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 13. apríl.)


1. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „286.944“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna kemur: 320.616.

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal:
     a.      persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda á launatímabilinu frá og með 1. apríl til 31. desember árið 2000 vera 9/ 12 hlutar af 294.120 kr.; við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2001 vegna tekna og eigna árið 2000 skal persónuafsláttur vera 292.326 kr.;
     b.      persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2001 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2002 vegna tekna og eigna árið 2001 vera 302.940 kr.;
     c.      persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2002 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2003 vegna tekna og eigna árið 2002 vera 312.024 kr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2001 vegna tekna og eigna árið 2000 og staðgreiðslu á því ári.