Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1120  —  393. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu A. Erlingsdóttur um hlutföll kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum opinberra aðila.

    Ákveðið var að afla einungis upplýsinga um hlutfall kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta. Því eru ekki tilgreindar upplýsingar um hlutfall kynja á vegum einstakra sveitarfélaga né opinberra stofnana eða fyrirtækja.

     1.      Hver voru hlutföll milli kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins í upphafi þessa árs?
    Skrifstofa jafnréttismála aflaði í byrjun þessa árs upplýsinga um fjölda kvenna og karla í opinberum nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneyta. Var miðað við þær nefndir sem voru að störfum um síðustu áramót.

Tafla 1. Heildarfjöldi kvenna og karla í opinberum nefndum, stjórnum og ráðum, auk hlutfalls kvenna þar af, skipt eftir ráðuneytum.


Ráðuneyti Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
2000 1990
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
236 50 186 21,2 6,5
Félagsmálaráðuneyti
370 137 233 37,0 22,5
Fjármálaráðuneyti
662
134 528 20,2 16,2
Forsætisráðuneyti
182 37 145 20,3 7,1
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
582 221 361 38,9 21,1
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
498 86 412 17,3 4,1
Landbúnaðarráðuneyti
307 31 276 10,1 5,6
Menntamálaráðuneyti
1.736 557 1.179 32,1 29,3
Samgönguráðuneyti
294 33 261 11,2 8,3
Sjávarútvegsráðuneyti
153 23 130 15,0 6,4
Umhverfisráðuneyti
316 67 249 21,2 5,5
Utanríkisráðuneyti
80 13 67 16,3 6,2
Samtals
5.416 1.389 4.027 25,6 16,6

    Tafla 1 sýnir heildarfjölda kvenna og karla í opinberum nefndum, stjórnum og ráðum, skipt eftir ráðuneytum, en 25,6% þeirra eru konur. Hefur hlutur kvenna í hvers konar nefndarstörfum í Stjórnarráðinu því aukist um tæp 10% á tíu árum.
    Hlutfall kvenna í þessum störfum hefur hækkað hjá öllum ráðuneytum á tímabilinu. Hlutur þeirra í nefndum, stjórnum og ráðum hefur fjórfaldast í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Í tveimur ráðuneytum, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti, hefur hlutur kvenna nær þrefaldast og er nú um og yfir 20%. Í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti er hlutur kvenna þó mestur, eða um 38,9%, og hefur hlutfall kvenna nánast tvöfaldast þar frá árinu 1990. Sama er upp á teningnum hjá félagsmálaráðuneyti en þar hefur hlutfall kvenna hækkað úr 22,5% í 37,0% á tímabilinu. Hlutfall kvenna er áberandi lægst í landbúnaðarráðuneyti og samgönguráðuneyti, eða rúm 11%. Hlutur kvenna hefur þó tvöfaldast í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum landbúnaðarráðuneytis frá árinu 1990.

     2.      Hverjir tilnefna í stjórnir, nefndir og ráð þegar um slíkt er að ræða? Hve margar konur og hve margir karlar eru tilnefnd eða skipuð og hversu margar eru nefndirnar? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og því hvort um tilnefningar er að ræða eða ekki.
    Í töflum 2–11 má sjá fjölda þeirra kvenna og karla sem skipaður hefur verið í nefndir, stjórnir og ráð á vegum ráðuneyta. Fyrir sérhvert ráðuneyti er sérstaklega greint milli nefndarmanna sem tilnefndir eru af Alþingi, hagsmunaaðilum, viðkomandi ráðherra og ráðuneyti eða öðrum ráðuneytum. Ákveðið var að tilgreina ekki sérstaklega einstaka hagsmunaaðila þar sem um mikinn fjölda er að ræða.
    Athygli er vakin á að kallað var eftir gögnum úr hverju ráðuneyti fyrir sig og var misjafnt á hvern hátt þau voru unnin. Var reynt að samræma upplýsingarnar eftir megni. Hugsanlegt er að skörun sé milli tilnefninga einstaks ráðherra og ráðuneytis þar sem hvorki kom skýrt fram hver tilnefndi né var unnt að styðjast við lögmælta skipan nefndar.
    Nefndarmenn sem teljast tilnefndir af óskilgreindum aðilum eru meðal annars þeir sem gegna embættum sem eru lögskipuð í nefndir auk þeirra sem Hæstiréttur tilnefnir í úrskurðanefndir eða álitsnefndir innan stjórnsýslunnar, svo sem úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og kærunefnd jafnréttismála. Þegar embætti eru lögskipuð í nefndir þarf sá er gegnir tilteknu embætti að sitja í viðkomandi nefnd. Eðli málsins samkvæmt geta tilnefningaraðilar þá ekki haft áhrif á kynjahlutfall í þeim nefndum, stjórnum og ráðum. Hæstiréttur tilnefnir fulltrúa í fáeinar nefndir innan stjórnsýslunnar í ljósi þess hversu hlutlaus hann telst. Þótti ekki ástæða til að tilgreina tilnefningar hans sérstaklega.
    Í eftirfarandi töflum kemur fram fjöldi kvenna og karla í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum einstakra ráðuneyta, auk hlutfalls kvenna, sundurliðað eftir tilnefningaraðilum.

Tafla 2. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.

Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
45 7 38 15,6
Hagsmunaaðilar
33 7 26 21,2
Ráðherra/án tilnefningar
7 2 5 28,6
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
140 35 105 25,0
Önnur ráðuneyti
8 2 6 25,0
Óskilgreint
Samtals
233 53 180 22,7

Tafla 3. Félagsmálaráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
2 1 1 50,0
Hagsmunaaðilar
252 91 161 36,1
Ráðherra/án tilnefningar
82 34 48 41,5
Félagsmálaráðuneyti
14 7 7 50,0
Önnur ráðuneyti
32 14 18 43,8
Óskilgreint
12 2 10 16,7
Samtals
394 149 245 37,8

Tafla 4. Fjármálaráðuneyti.

    
Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
7 2 5 28,6
Hagsmunaaðilar
121 22 99 18,2
Ráðherra/án tilnefningar
35 11 24 31,4
Fjármálaráðuneyti
286 57 229 19,9
Önnur ráðuneyti
108 16 92 14,8
Óskilgreint
86 3 83 3,5
Samtals
643 111 532 17,3

     Tafla 5. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
13 5 8 38,5
Hagsmunaaðilar
239 106 133 44,4
Ráðherra/án tilnefningar
65 23 42 35,4
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
137 43 94 31,4
Önnur ráðuneyti
26 13 13 50,0
Óskilgreint
9 5 4 55,6
Samtals
489 195 294 39,9

Tafla 6. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
50 15 35 30,0
Hagsmunaaðilar
296 50 246 16,9
Ráðherra/án tilnefningar
95 20 75 21,1
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
61 10 51 16,4
Önnur ráðuneyti
5 1 4 20,0
Óskilgreint
34 12 23 35,3
Samtals
542 108 434 19,9

Tafla 7. Landbúnaðarráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
0 0 0 0,0
Hagsmunaaðilar
73 2 71 2,7
Ráðherra/án tilnefningar
24 4 20 16,7
Landbúnaðarráðuneyti
113 12 101 10,6
Önnur ráðuneyti
21 2 19 9,5
Óskilgreint
5 0 5 0,0
Samtals
236 20 216 8,5

Tafla 8. Menntamálaráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
28 15 13 53,6
Hagsmunaaðilar
966 305 661 31,5
Ráðherra/án tilnefningar
502 161 341 32,1
Menntamálaráðuneyti
164 59 105 36,0
Önnur ráðuneyti
42 12 30 28,6
Óskilgreint
6 0 6 0,0
Samtals
1.708 552 1.156 32,3

Tafla 9. Samgönguráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
3 0 3 0,0
Hagsmunaaðilar
106 8 98 7,5
Ráðherra/án tilnefningar
112 13 99 11,6
Samgönguráðuneyti*
Önnur ráðuneyti*
Óskilgreint
Samtals
221 21 200 9,5
*Ekki fengust upplýsingar um tilnefningar frá þessum aðilum .


Tafla 10. Sjávarútvegsráðuneyti.

Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
0 0 0 0,0
Hagsmunaaðilar
99 10 89 10,1
Ráðherra/án tilnefningar
14 2 12 14,3
Sjávarútvegsráðuneyti
21 9 12 42,9
Önnur ráðuneyti
5 0 5 0,0
Óskilgreint
15 2 13 13,3
Samtals
154 23 131 14,9

Tafla 11. Umhverfisráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
0 0 0 0,0
Hagsmunaaðilar
160 27 133 16,9
Ráðherra/án tilnefningar
39 16 23 41,0
Umhverfisráðuneyti
52 9 43 17,3
Önnur ráðuneyti
26 4 22 15,4
Óskilgreint
10 1 9 10,0
Samtals
287 57 230 19,9

Tafla 12. Utanríkisráðuneyti.


Tilnefningaraðilar Fjöldi Konur Karlar Hlutfall kvenna
Alþingi
6 3 3 50,0
Hagsmunaaðilar
15 1 14 6,7
Ráðherra/án tilnefningar
34 3 31 8,8
Utanríkisráðuneyti
17 4 13 23,5
Önnur ráðuneyti
5 1 4 20,0
Óskilgreint
4 0 4 0,0
Samtals
81 12 69 14,8

    Þegar upplýsingar um skiptingu eftir tilnefningaraðilum í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneyta eru bornar saman við töflu 1 kemur fram smávægilegur munur milli hlutfallstalnanna. Líklegasta skýringin er sú að tölurnar í töflu 1 eru frá síðustu áramótum en gögnin sem notuð voru í athuguninni eru frá marsmánuði. Á þeim tíma sem liðið hefur frá áramótum hafa einstakar nefndir lokið störfum og nýjar verið settar á laggirnar sem að sjálfsögðu getur raskað kynjahlutföllunum um fáeina hundraðshluta.
    Þegar litið er á tilnefningar í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneyta í heild kemur í ljós að hagsmunaaðilar tilnefna um 47% nefndarmanna. Af þeim 2.360 einstaklingum sem hagsmunaaðilar hafa tilnefnt eru 629 konur, eða um 26,7%. Hlutur kvenna er mestur hjá þeim hagsmunaaðilum sem tilnefna í nefndir, stjórnir og ráð á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, eða um 44%. Hlutfall kvenna er einnig hátt hjá hagsmunaaðilum sem tilnefna fyrir félagsmálaráðuneyti, um 36%, og fyrir menntamálaráðuneyti, um 32%. Áberandi lægst er hlutfall kvenna hjá þeim hagsmunaaðilum sem tilnefna í nefndir, ráð og stjórnir á vegum landbúnaðarráðuneytis, eða tæp 3%.
    Ráðherrar skipa án tilnefningar um 20% þeirra sem sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytanna en misjafnt er milli ráðuneyta hversu hátt hlutfall nefndaraðila ráðherra skipar. Þegar litið er á heildina hafa þeir skipað alls 289 konur án tilnefninga, eða tæp 29% þeirra sem þeir skipa sjálfir. Félagsmálaráðherra og umhverfisráðherra hafa verið ötulastir ráðherra við að skipa konur í stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneyta sinna. Tæp 42% þeirra er félagsmálaráðherra hefur skipað án tilnefninga eru konur, en 41% þeirra sem eru í tilnefningarhópi umhverfisráðherra. Þá fylgja á eftir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra, en konur hafa verið yfir 30% þeirra sem þeir hafa skipað án tilnefninga. Utanríkisráðherra hefur lægst hlutfall kvenna í tilnefningarhópi sínum, eða tæp 9%. Athygli er vakin á því að þessar tölur fela ekki í sér fjölda þeirra sem ráðherrar tilnefna í stjórnir, nefndir og ráð á vegum annarra opinberra aðila en ráðuneyta þeirra hvers um sig.
    Þegar tilnefningar ráðuneytanna eru skoðaðar í heild kemur í ljós að ráðuneytin tilnefna sjálf um 20% þeirra sem sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á eigin vegum. Ráðuneytin tilnefna hins vegar einungis um tæp 6% þeirra sem sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum annarra ráðuneyta. Ekki bárust upplýsingar frá samgönguráðuneyti um tilnefningar ráðuneytisins sjálfs. Þegar litið er á tilnefningar ráðuneyta í eigin nefndir, stjórnir og ráð í heild kemur í ljós að ráðuneytin tilnefna konur í um 24% tilvika, en misjafnt er milli ráðuneyta hversu hátt hlutfall nefndarmanna þau tilnefna sjálf. Félagsmálaráðuneytið hefur tilnefnt jafnmargar konur og karla í stjórnir, nefndir og ráð á eigin vegum. Athyglisvert er að hlutfall kvenna í tilnefningarhópi sjávarútvegsráðuneytis er mjög hátt, tæp 43%, í samanburði við það hlutfall kvenna sem er í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytisins. Landbúnaðarráðuneyti hefur tilnefnt lægsta hlutfall kvenna, eða um 11% þeirra sem það hefur tilnefnt í eigin stjórnir, nefndir og ráð.
    Ekki liggja fyrir sams konar upplýsingar frá árinu 1990. Skrifstofa jafnréttismála hefur þó reglulega tekið saman upplýsingar um stöðu kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum hjá ráðuneytunum. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í skýrslum félagsmálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála, í ársskýrslum Skrifstofu jafnréttismála og ýmsum öðrum gögnum sem eru aðgengileg á skrifstofunni. Eftirfarandi tafla sýnir helstu niðurstöður þessara úttekta.

Tafla 13. Hlutfall kvenna og karla í stjórnum, nefndum og ráðum


á vegum ráðuneyta á árunum 1987, 1990, 1994, 1998 og 2000.



1987 1990 1994 1998 2000
Hlutfall kvenna 9,5 16,6 20,8 21,8 25,6
Hlutfall karla 90,6 84,6 79,2 78,2 74,4

    Eins og sjá má af töflu 13 hefur hlutur kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta sífellt verið að aukast þó að hægt miði. Mest var aukningin á árunum 1987–1994 en þá tvöfaldaðist hlutur kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum. Frá 1994 hefur hlutur kvenna aukist hægar, eða um 4%.

     3.      Hve margar nefndir eru á vegum ríkis og sveitarfélaga sameiginlega, hverjir tilnefna í hverja þeirra og hver eru hlutföllin milli kynja?
    Engar nefndir starfa sameiginlega á vegum einstakra ráðuneyta og sveitarfélaga. Hins vegar tilnefna einstök sveitarfélög eða samtök þeirra fulltrúa í ýmsar stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneytanna. Var aflað upplýsinga um þær nefndir hjá ráðuneytunum.
     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Samband íslenskra sveitafélaga tilnefnir fulltrúa í tvær nefndir á vegum ráðuneytisins. Er óskað tilnefninga þriggja aðila og eru það allt karlar.
     Félagsmálaráðuneyti: Einstök sveitarfélög eða samtök þeirra eiga fulltrúa í 36 stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytsins, þar á meðal Samband íslenskra sveitarfélaga. Misjafnt er hversu marga fulltrúa þessir aðilar eiga í hverri stjórn, nefnd eða ráði en alls eru 70 aðilar tilnefndir. Þar af er 21 kona, eða 30%.
     Fjármálaráðuneyti: Samband íslenskra sveitarfélaga á þrjá fulltrúa í nefndum á vegum ráðuneytisins, tvær konur og einn karl.
     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti: Alls starfa 45 stjórnir, nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins þar sem sveitarfélög eða samtök þeirra tilnefna fulltrúa sína. Ber þar helst að nefna stjórnir heilsugæslustöðva víðs vegar um landið. Sveitarfélögin og samtök þeirra eiga alls 122 fulltrúa í þessum stjórnum, nefndum og ráðum en þar af er 51 kona, eða um 42% þeirra sem þessir aðilar tilnefna.
     Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti: Fulltrúar sveitarfélaganna sitja í fjórum stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins. Ekki fylgdu upplýsingar um kynjahlutfall þessara fulltrúa.
     Landbúnaðarráðuneyti: Samband íslenskra sveitarfélaga á tvo fulltrúa í jafnmörgum nefndum á vegum ráðuneytisins, og eru báðir karlar.
     Menntamálaráðuneyti: Ýmis sveitarfélög auk samtaka þeirra eiga fulltrúa í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins. Ekki fengust upplýsingar um hversu margar stjórnir, nefndir og ráð er að ræða en alls eru tilnefndir 153 fulltrúar. Þar af eru konur 57, eða um 37%.
     Samgönguráðuneyti: Samtök sveitarfélaga eiga fjóra fulltrúa í einni nefnd á vegum ráðuneytisins en þar á meðal er ein kona.
     Umhverfisráðuneyti: Einstök sveitarfélög og samtök þeirra eiga 38 fulltrúa í 25 stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins. Þar af eru sex konur, eða tæp 16% fulltrúa sveitarfélaga.
     Utanríkisráðuneyti: Sveitarfélög eða samtök þeirra eiga ekki fulltrúa í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall kynja í tilnefningum ráðuneyta í nefndir, stjórnir og ráð á vegum sveitarfélaga. Til frekari fróðleiks um hlutfall kynjanna má geta þess að í skýrslu sem unnin var á vegum Skrifstofu jafnréttismála um úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið 1994 með tilliti til stöðu kvenna kom fram að á kjörtímabilinu 1990–1994 voru konur 30% fulltrúa í nefndum, stjórnum og ráðum hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það hlutfall endurspeglar nokkuð vel hlutfall þeirra í sveitarstjórnum þessara sveitarfélaga en það var 31,5%. Á kjörtímabilinu 1994–1998 var sambærilegur hlutur kvenna í nefndum og ráðum sveitarstjórna 33,3%.