Meðferð opinberra mála

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 14:34:35 (3569)

2001-01-15 14:34:35# 126. lþ. 57.1 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv., ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 126. lþ.

[14:34]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það lá fyrir að kappkostað yrði að nýta vinnuvikuna vel þegar Alþingi kæmi saman. Það lá líka fyrir af hálfu hæstv. forseta að boðað yrði til þriðja þingfundar í dag ef afbrigði yrðu felld. Það sem ekki lá fyrir var hvað ætti að taka til afgreiðslu á þeim fundi. Það er fyrst og fremst það sem menn gera athugasemd við. Menn mótmæla því ekki að hér fari fram þingfundur og þar sé fjallað um málin.

Herra forseti. Ég geri það að tillögu minni að hlé verði gert á þessum fundi á meðan formenn þingflokka komi saman og ráði ráðum sínum.