Tóbaksvarnir

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 16:59:59 (3592)

2001-01-15 16:59:59# 126. lþ. 57.2 fundur 345. mál: #A tóbaksvarnir# (markaðssetning, tóbaksmengun o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 126. lþ.

[16:59]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér að heilbr.- og trn. eigi einmitt að athuga þessa tvo þætti með fangelsisyfirvöldum.

Varðandi dvalarheimilin er það þannig að þetta eru heimili fólks. Ef þeir sem þar búa og þeir sem þar stjórna taka ákvörðun um að hafa eitthvert rými fyrir fólk sem vill reykja þá geta þeir það samkvæmt þessu. Við lítum á þetta sem heimili. Við setjum ekki neinar sérstakar strangar kröfur um heimili fólks.

Ég vil segja um fangelsin að mjög mikilvægt er að þessi umræða fari fram í heilbr.- og trn. af því ég tel að um sé að ræða fleiri atriði, ekki bara kostnaðinn við að koma upp þessum rýmum í fangelsunum. Það stendur ekki í mönnum, alls ekki. Ég tel að það sé eitthvað annað varðandi þá gæsluna sjálfa sem ég ætla ekki að fara nánar út í því ég þekki það ekki nógu vel. En mér finnst nauðsynlegt að farið sé yfir það í nefndarstarfinu.