Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 13:31:56 (3595)

2001-01-16 13:31:56# 126. lþ. 58.92 fundur 246#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[13:31]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að um kl. 2.30 í dag, að afloknum atkvæðagreiðslum í upphafi síðari fundar, fer fram umræða utan dagskrár um neytendavernd og innflutning á írskum nautalundum. Málshefjandi er hv. þm. Þuríður Backman. Hæstv. landbrh. Guðni Ágústsson verður til andsvara. Samkomulag liggur fyrir milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar.