Einbreiðar brýr

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 14:11:58 (3611)

2001-01-16 14:11:58# 126. lþ. 58.3 fundur 374. mál: #A einbreiðar brýr# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hv. 14. þm. Reykv., Katrínu Fjeldsted, fyrir að vekja máls á þessu brýna máli og hæstv. dómsmrh. talaði um að gott væri að fá góðar ábendingar og ráð. Eitt af því sem ég hef velt fyrir mér þegar ég er að aka t.d. leiðina milli Hvolsvallar og Reykjavíkur er Þjórsárbrúin. Fyrir nokkrum árum var hún lýst upp og það hefur komið sér afar vel. Hefur hæstv. dómsmrh. velt því fyrir sér að forgangsraða umferð, þ.e. þeir sem koma að austan hafa réttinn þegar komið er inn á Þjórsárbrúna? Þar er mjög þung umferð og ber að skoða það mál vel.

Blikkandi ljósum hefur einnig verið komið fyrir við ákveðnar brýr sem þrengja að. Það tel ég vera mjög til góðs en mér finnst full ástæða til þess að skoða á jafnfjölfarinni brú og Þjórsárbrúnni hvort ekki beri að hafa þar forgang varðandi akstursstefnur.