Úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 17:43:05 (3673)

2001-01-16 17:43:05# 126. lþ. 59.10 fundur 116. mál: #A úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum# þál., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 126. lþ.

[17:43]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Hv. þm. Margrét Frímannsdóttir er 1. flm. að þessari tillögu sem gengur út á rannsókn og úttekt á ástandi eigna á öllum helstu jarðskjálftasvæðum á Íslandi. Þar sem hún leggur til að Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi hafi yfirumsjón með verkinu og sú stofnun heyrir undir menntmrn., þá mun þessi till. til þál. koma til menntmn. Ég er einn af flutningsmönnum þessarar ágætu tillögu. Ég tel að tillagan sé mjög góð og það sé mjög brýnt af okkur að samþykkja hana og framfylgja henni. Ég mun fyrir mitt leyti reyna að fylgja því eftir innan hv. menntmn. að svo verði gert.