Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 10:51:35 (3683)

2001-01-17 10:51:35# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[10:51]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil biðja hv. þm. að virða að verið er að tala um fundarstjórn forseta. Ég vil taka fram að á mánudag, þegar þetta frv. var tekið fyrst á dagskrá, voru mjög ítarlegar umræður um þessi mál. Auðvitað er það réttur þingmanna að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Ég verð því miður að játa að virðuleiki minn er ekki meiri en guð gaf mér þannig að ég get ekki gefið þinginu meiri virðuleikablæ en mér er eiginlegt. En það bið ég þingmenn að virða að úrskurður forseta er ekki hér til umræðu né stjórnmál almennt.