Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:14:55 (3688)

2001-01-17 11:14:55# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:14]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur einmitt fram í þessari umræðu hve mikilvægt er að þessi mál séu rædd á Alþingi og því sé ekki frestað. Hér var fullyrt að ég færi fram með rangtúlkanir. Það geri ég ekki. Sú sem hér stendur fer að hæstaréttardómi. En Alþingi Íslendinga er til þess að ræða þessi mál og fara yfir þau. Hv. þm. sagði áðan að ég færi með rangt mál þegar ég talaði um umboðsmann Alþingis og lögin frá 1999. Ég fer með rétt mál þegar ég ræði um það. Við höfum einmitt komið til móts við kvænta eða gifta öryrkja í tveim stórum skrefum og það kemur einmitt fram í því að nú eru 700 manns sem njóta þess í staðinn fyrir 1.400 vegna þess að við höfum komið til móts við þessa einstaklinga varðandi frítekjumörkin.