Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:25:11 (3697)

2001-01-17 11:25:11# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:25]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því að þetta er orðin spurning um orðalag þá erum við hér að fullnægja dómnum með því að hækka tekjutrygginguna um 140%. Þess vegna liggur þetta frv. fyrir. Í dómnum stendur að það sé óheimilt að tengja bæturnar tekjum á þennan hátt. Ég gæti spurt hv. þm. lögspekinginn, Steingrím J. Sigfússon: Hvernig mundi hann meta þessi orð ,,á þennan hátt``?