Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:29:25 (3701)

2001-01-17 11:29:25# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:29]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð enn að minna á að við erum að koma til móts við dóminn. Við erum ekki að koma til móts við það sem ég sagði á aðalfundi Tryggingastofnunar á sínum tíma. Ég get sjálf séð um það og mun halda áfram að stíga skref í þá átt. Við erum aðeins að svara hæstaréttardómnum og ég mæli með því að hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lesi dóminn. Ég held að hún hafi ekki lesið hann fullkomlega, satt að segja.