Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 13:07:13 (3713)

2001-01-17 13:07:13# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[13:07]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er bara munur á mér og hv. þm. Hann gefur sig út fyrir að vera félagshyggjumaður, ég ekki. Og þess vegna ættum við að hafa mismunandi skoðanir á einstaklingshyggjunni en við höfum það bara greinilega ekki.

Hv. þm. er nefnilega að verða einstaklingshyggjumaður. Hann er að hverfa frá því að vera félagshyggjumaður. Ég get svo sem boðið hann velkominn í hópinn, það er ekki það. Það er munurinn á mér og hv. þm. að ég gef mig út fyrir að vera ekki félagshyggjumaður.

Hv. þm. sagði að það væri mikill munur á tekjum einstaklings og tekjum maka. Hvernig er það í hans fjölskyldu? Kvittar hann fyrir kaffið þegar hann fær það á morgnana, þeim sem greiddi það? Er haldið bókhald yfir einstök útgjöld heimilisins? Að sjálfsögðu eru útgjöld heimilisins sameiginleg og öryrkinn nýtur þess ef makinn er með 500 þús. kr. í tekjur.